Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill málsins.
87. löggjafarþing 1966–67.
Þskj. 601  —  44. mál.




ÞINGSÁLYKTUN

     um dvalarheimili fyrir aldrað fólk.

    

    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta athuga, á hvern hátt hagfelldast væri að koma á samstarfi milli sveitarfélaga, sýslufélaga og ríkis um skipulega uppbyggingu á dvalarheimilum fyrir aldrað fólk víðs vegar um landið.
    Í því sambandi skal m.a. haft í huga, að komið verði upp íbúðarhúsum fyrir aldrað fólk, t.d. hjón, sem ættu þess kost að fá húsnæði leigt.


Samþykkt á Alþingi 18. apríl 1967.