Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill málsins.
89. löggjafarþing 1968–69.
Þskj. 805  —  204. mál.




ÞINGSÁLYKTUN

     um endurskoðun laga um Stofnlánadeild landbúnaðarins,

landnám, ræktun og byggingar í sveitum o.fl.



    Alþingi ályktar að fela landbúnaðarráðherra að láta endurskoða lög um Stofnlánadeild landbúnaðarins, landnám, ræktun og byggingar í sveitum. Við endurskoðun þessa verði m.a. tekin til athugunar eftirgreind atriði:
     1.      Aukinn stuðningur við félagsræktun, þar sem hennar er þörf, heykögglaverksmiðjur og fóðurvinnslu úr innlendu hráefni.
     2.      Möguleikar á því að koma upp fóðurbirgðastöðvum í sambandi við félagsræktun og heykögglagerð.
    Enn fremur verði endurskoðuð önnur lög og lagafyrirmæli, er varða ríkisframlög til jarðræktar, bygginga og byggðaþróunar í sveitum, og kannað, hvort eigi sé ástæða til að samræma þau og fella inn í lögin um Stofnlánadeild o.fl.
    Hér er þó eigi lagt til að endurskoða II. kafla laganna, er fjallar um Stofnlánadeild landbúnaðarins.


Samþykkt á Alþingi 17. maí 1969.