Ferill 116. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


94. löggjafarþing 1973–74.
Þskj. 793  —  116. mál.




ÞINGSÁLYKTUN


um „Gjöf Jóns Sigurðssonar“.




    Alþingi ályktar, að þar til öðruvísi verður ákveðið skuli árlega veitt fé á fjárlögum í því skyni, að sjóðurinn „Gjöf Jóns Sigurðssonar“ fái starfað samkvæmt tilgangi sínum, sem er sá að verðlauna vel samin vísindaleg rit og styrkja útgáfu slíkra rita. Skal árleg fjárveiting til sjóðsins eigi nema lægri upphæð en sem svarar árslaunum prófessors við Háskóla Íslands. Verði verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar heimilað að úthluta þessari viðbótarfjárhæð í samræmi við þær reglur, sem um vexti sjóðsins gilda, þó með þeirri breytingu, að þegar sérstök ástæða þyki til, megi verja fé til viðurkenningar á viðfangsefnum og störfum höfunda, sem hafa vísindarit í smíðum.


Samþykkt á Alþingi 29. apríl 1974.