Jón Kristjánsson

Jón Kristjánsson

Þingseta

Alþingismaður Austurlands 1984–2003, alþingismaður Norðausturkjördæmis 2003–2007 (Framsóknarflokkur).

Varaþingmaður Austurlands apríl 1979, apríl 1981, febrúar–mars og nóvember 1982, október–nóvember 1983, apríl, maí, nóvember og desember 1984.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 2001–2006. Félagsmálaráðherra 2006.

Forseti neðri deildar 1987–1988. 2. varaforseti Alþingis 2006–2007.

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Stóragerði í Óslandshlíð í Skagafirði 11. júní 1942. Foreldrar: Kristján Jónsson (fæddur 27. desember 1905, dáinn 20. október 1994) bóndi þar og síðar á Óslandi og kona hans Ingibjörg Jónsdóttir (fædd 1. apríl 1906, dáin 20. október 1955) húsmóðir. Maki (25. desember 1964): Margrét Hulda Einarsdóttir (fædd 19. nóvember 1946) bankastarfsmaður. Foreldrar: Einar Ólason og Ásgerður Guðjónsdóttir. Börn: Viðar (1964), Ásgerður Edda (1968), Einar Kristján (1973).

Samvinnuskólapróf 1963.

Verslunarstörf hjá Kaupfélagi Skagfirðinga 1959–1963. Verslunarstjóri hjá Kaupfélagi Héraðsbúa á Egilsstöðum 1963–1978. Félagsmálafulltrúi Kaupfélags Héraðsbúa 1978–1984. Skipaður 14. apríl 2001 heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, lausn 23. maí 2003. Skipaður 23. maí 2003 heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, lausn 7. mars 2006. Skipaður 7. mars 2006 félagsmálaráðherra, lausn 15. júní 2006.

Ritstjóri Austra á Egilsstöðum síðan 1974. Í sýslunefnd Suður-Múlasýslu 1974–1987. Formaður stjórnar Héraðsskjalasafns Austfirðinga 1975–1988. Þingkjörinn endurskoðandi Framkvæmdastofnunar ríkisins 1974–1983. Stjórnarformaður Kaupfélags Héraðsbúa 1987–1995. Í miðstjórn Framsóknarflokksins frá 1985. Í Norðurlandaráði 1990–1991. Fulltrúi Íslands í Þingmannasamtökum Norður-Atlantshafsríkjanna 1985–1987. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1989 og afvopnunarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna 1988. Varaformaður Ferðamálaráðs síðan 1999. Í stjórnarskrárnefnd frá 2005, formaður.

Alþingismaður Austurlands 1984–2003, alþingismaður Norðausturkjördæmis 2003–2007 (Framsóknarflokkur).

Varaþingmaður Austurlands apríl 1979, apríl 1981, febrúar–mars og nóvember 1982, október–nóvember 1983, apríl, maí, nóvember og desember 1984.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 2001–2006. Félagsmálaráðherra 2006.

Forseti neðri deildar 1987–1988. 2. varaforseti Alþingis 2006–2007.

Fjárlaganefnd 1991–2001 (formaður 1995–2001), félagsmálanefnd 1991–1995, allsherjarnefnd 1995–1999, sérnefnd um stjórnarskrármál 1995, 1999 og 2000–2002, sérnefnd um fjárreiður ríkisins 1995–1997, utanríkismálanefnd 1999–2001 og 2006–2007 (varformaður 1999–2001 og 2006–2007), samgöngunefnd 1999–2001 og 2006–2007, heilbrigðis- og trygginganefnd 1999–2001, landbúnaðarnefnd 2007.

Íslandsdeild NATO-þingsins 1991–2001, Íslandsdeild Norðurlandaráðs 2006–2007.

Ritstjóri: Samherji, ársrit Kaupfélags Héraðsbúa (1969–1985). Austri (1974–1995). Tíminn (1993–1995).

Æviágripi síðast breytt 2. mars 2020.

Upplýsingar um nefndarstörf ná aftur til ársins 1991 (115. löggjafarþing). Sjá annars nefndasetur

Áskriftir