Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir
  • Embætti: Varaformaður þingflokks
  • Kjördæmi: Norðausturkjördæmi
  • Þingflokkur: Vinstrihreyfingin – grænt framboð
  • 847-4331

Þingseta

Alþingismaður Norðausturkjördæmis síðan 2013 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).

Varaþingmaður Norðausturkjördæmis nóvember 2004, mars–apríl 2006, maí–júní, júlí–ágúst 2009, apríl 2011, mars og nóvember 2012 og mars 2013 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).

Formaður þingflokks Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs síðan 2017.

Æviágrip

Fædd í Reykjavík 27. febrúar 1965. Foreldrar: Gunnar Hilmar Ásgeirsson (fæddur 20. júní 1942, dáinn 1. október 2010) vélstjóri og Klara Björnsdóttir matráður (fædd 3. september 1945, dáin 30. júní 2010). Maki 1: Páll Ellertsson (fæddur 12. maí 1953) matreiðslumaður. Þau skildu. Foreldrar: Ellert Kárason og Ásta Pálsdóttir. Maki 2: Helgi Jóhannsson (fæddur 13. september 1964) þjónustustjóri. Foreldrar: Jóhann Helgason og Hildur Magnúsdóttir. Sonur: Tímon Davíð Steinarsson (1982). Dóttir Bjarkeyjar og Páls: Klara Mist (1987). Dóttir Bjarkeyjar og Helga: Jódís Jana (1999).

B.Ed.-próf KHÍ 2005 með áherslu á upplýsingatækni og samfélagsgreinar. Diplóma í náms- og starfsráðgjöf HÍ 2008.

Almannatryggingafulltrúi og gjaldkeri á sýsluskrifstofu Ólafsfjarðar 1988–1991. Stýrði daglegum rekstri og skrifstofuhaldi Vélsmiðju Ólafsfjarðar 1989–2005. Rak Íslensk tónbönd 1994–1999. Leiðbeinandi við Barnaskóla Ólafsfjarðar 2000–2005. Hefur stundað veitingarekstur síðan 2005. Kennari og náms- og starfsráðgjafi við Grunnskóla Ólafsfjarðar 2005–2008. Sat í nemendaverndarráði skólans 2008–2012. Náms- og starfsráðgjafi í Menntaskólanum á Tröllaskaga og brautarstjóri starfsbrautar 2011–2013.

Bæjarfulltrúi í Ólafsfirði 2006–2013. Formaður svæðisfélags VG í Ólafsfirði 2003–2009. Varaformaður VG í Norðausturkjördæmi 2003, formaður 2005–2008, gjaldkeri 2008–2013. Formaður sveitarstjórnarráðs VG 2010–2013. Í stjórn VG frá 2009.

Alþingismaður Norðausturkjördæmis síðan 2013 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).

Varaþingmaður Norðausturkjördæmis nóvember 2004, mars–apríl 2006, maí–júní, júlí–ágúst 2009, apríl 2011, mars og nóvember 2012 og mars 2013 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).

Formaður þingflokks Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs síðan 2017.

Fjárlaganefnd 2013–2019 og 2020–, allsherjar- og menntamálanefnd 2014–2016, allsherjar- og menntamálanefnd 2019–.

Íslandsdeild þingmannanefnda EFTA og EES 2017–.

Æviágripi síðast breytt 21. október 2020.

Áskriftir