Danfríður Skarphéðinsdóttir

Danfríður Skarphéðinsdóttir

Þingseta

Alþingismaður Vesturlands 1987–1991 (Samtök um kvennalista).

1. varaforseti efri deildar 1990–1991.

Formaður þingflokks Samtaka um kvennalista 1988–1989.

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fædd í Reykjavík 3. mars 1953. Foreldrar: Skarphéðinn Kristjánsson (fæddur 17. maí 1922, dáinn 7. september 1984) afgreiðslumaður og kona hans Ágústa Guðjónsdóttir (fædd 29. október 1921, dáin 17. desember 2013) húsmóðir.

Stúdentspróf MT 1973. BA-próf í þýsku og norsku HÍ 1979. Próf úr Leiðsöguskóla Ferðamálaráðs 1978. Próf í uppeldis- og kennslufræði HÍ 1981. Framhaldsnám í Christian-Albrechts-háskóla í Kiel í Þýskalandi 1983–1984.

Stundakennari í Reykjavík 1976–1977, settur kennari við Fjölbrautaskólann á Akranesi 1978, skipuð 1981–1990. Stundakennari við Menntaskólann við Hamrahlíð 1985–1987. Kennari við Fjölbrautaskólann í Garðabæ 1991–1992. Kennari við Menntaskólann í Reykjavík síðan 1992. Hefur á sumrum og með námi unnið ýmiss konar skrifstofustörf og við leiðsögu ferðamanna.

Ritari í stjórn Hins íslenska kennarafélags 1981–1985. Í stjórn Félags þýskukennara 1985–1987. Í Vestnorræna þingmannaráðinu 1987–1989. Í þingmannanefndinni um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum 1989–1991. Í stjórn Grænlandssjóðs frá 1991. Varaformaður Félags leiðsögumanna 1992–1994. Varaformaður Skátasambands Reykjavíkur 1992–1994. Í stjórn Húsnæðisstofnunar 1993–1995. Ritari samstarfsnefndar norrænna skátabandalaga frá 1994.

Alþingismaður Vesturlands 1987–1991 (Samtök um kvennalista).

1. varaforseti efri deildar 1990–1991.

Formaður þingflokks Samtaka um kvennalista 1988–1989.

Æviágripi síðast breytt 20. september 2019.

Áskriftir