Daníel Thorlacius

Daníel Thorlacius

Þingseta

Alþingismaður Snæfellinga 1869 (varaþingmaður).

    Þingstörf

    Æviágrip

    Fæddur í Stykkishólmi 8. maí 1828, dáinn 31. ágúst 1904. Foreldrar: Árni Thorlacius (fæddur 12. maí 1802, dáinn 29. apríl 1891) kaupmaður og umboðsmaður þar og kona hans Anna Magdalene Daníelsdóttir (fædd 23. júlí 1808, dáin 2. apríl 1894) húsmóðir. Bróðir beggja kvenna Egils Egilssonar alþingismanns. Maki (7. september 1872): Guðrún Anna Jósepsdóttir (fædd 27. nóvember 1852, dáin 17. mars 1930) húsmóðir. Foreldrar: Jósep Skaftason þjóðfundarmaður og kona hans Anna Margrét Björnsdóttir. Börn: Guðrún Anna (1874), Árni Jósef (1876), Árni Ólafur (1877), Jórunn Sigríður (1878), Björnólfur (1880), Arnkell (1881), Sturla (1883), Ólína (1885).

    Verslunarmaður í Ólafsvík, á Búðum og í Stykkishólmi. Verslunarstjóri í Stykkishólmi fyrir Norska samlagið 1870–1874. Varð farlama um 1888, fluttist til Reykjavíkur um 1890 og dvaldist þar til æviloka.

    Alþingismaður Snæfellinga 1869 (varaþingmaður).

    Æviágripi síðast breytt 10. apríl 2015.

    Áskriftir