Logi Einarsson

Logi Einarsson
  • Kjördæmi: Norðausturkjördæmi
  • Þingflokkur: Samfylkingin
  • 862-7881

Þingseta

Alþingismaður Norðausturkjördæmis 2016 (Samfylkingin).

Varaþingmaður Norðausturkjördæmis október 2010, apríl, október og desember 2011 og janúar–mars 2013 (Samfylkingin).

Æviágrip

Fæddur á Akureyri 21. ágúst 1964. Foreldrar: Einar Helgason (fæddur 11. október 1932, dáinn 15. desember 2013) myndlistarmaður og kennari og Ásdís Karlsdóttir (fædd 6. júní 1935) íþróttakennari. Maki: Arnbjörg Sigurðardóttir (fædd 10. janúar 1973) héraðsdómari. Foreldrar: Sigurður Óli Brynjólfsson og Hólmfríður Kristjánsdóttir. Börn: Úlfur (1997), Hrefna (2004).

Stúdentspróf MA 1985. Próf í arkitektúr frá Arkitekthøgskolen í Ósló 1992.

Arkitekt hjá H.J. teiknistofu 1992–1994, skipulagsdeild Akureyrarbæjar 1994–1996, Teiknistofunni Form 1996–1997, Úti og inni arkitektastofu 1997–2003, Arkitektúr.is arkitektastofu 2003–2004 og Kollgátu arkitektastofu 2003–2016. Stundakennari við HR 2010–2012.

Varabæjarfulltrúi á Akureyri 2010–2012, bæjarfulltrúi 2012–2016. Formaður Akureyrarstofu 2014–2015, formaður skólanefndar 2015–2016. Í stjórn Arkitektafélags Íslands 2010–2013, formaður 2010–2012. Varaformaður Samfylkingarinnar 2016, formaður síðan 2016.

Alþingismaður Norðausturkjördæmis 2016 (Samfylkingin).

Varaþingmaður Norðausturkjördæmis október 2010, apríl, október og desember 2011 og janúar–mars 2013 (Samfylkingin).

Efnahags- og viðskiptanefnd 2016–2017, atvinnuveganefnd 2017, utanríkismálanefnd 2017–.

Æviágripi síðast breytt 20. ágúst 2021.

Áskriftir