Haraldur Einarsson

Haraldur Einarsson

Þingseta

Alþingismaður Suðurkjördæmis 2013–2016 (Framsóknarflokkur).

Æviágrip

Fæddur á Selfossi 24. september 1987. Foreldrar: Einar Helgi Haraldsson (fæddur 7. apríl 1962) bóndi og Lilja Böðvarsdóttir (fædd 30. september 1967) bóndi. Unnusta: Birna Harðardóttir (fædd 10. janúar 1989) viðskiptafræðingur. Foreldrar: Hörður Sigurðarson og Inga Sigurjónsdóttir. Sonur: Einar Hörður (2015).

Húsasmiður FSu 2007. Stúdentspróf FSU 2009. Stundar nám í umhverfis- og byggingarverkfræði við HÍ.

Bóndi á Urriðafossi, verkamaður, húsasmiður.

Formaður Ungmennafélagsins Vöku 2005–2009. Í ungmennaráði UMFÍ. Í stjórn frjálsíþróttaráðs HSK. Íslandsmeistari í 60 m hlaupi innanhúss 2013. Í landsliði Íslands í frjálsum íþróttum síðan 2012. Í Þingvallanefnd 2013–2017. Í rannsóknarnefnd almannavarna síðan 2014. Í starfshópi um myglusvepp síðan 2014.

Alþingismaður Suðurkjördæmis 2013–2016 (Framsóknarflokkur).

Umhverfis- og samgöngunefnd 2013–2016, allsherjar- og menntamálanefnd 2016.

Æviágripi síðast breytt 26. apríl 2017.