Helgi Hrafn Gunnarsson

Helgi Hrafn Gunnarsson
  • Kjördæmi: Reykjavíkurkjördæmi norður
  • Þingflokkur: Píratar
  • 612-7860

Þingseta

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2013–2016 og síðan 2017 (Píratar).

Formaður þingflokks Pírata 2014–2015.

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 22. október 1980. Foreldrar: Gunnar Smári Helgason (fæddur 20. júlí 1957) hljóðmaður og Kristín Erna Arnardóttir (fædd 30. október 1960) kvikmyndagerðarmaður. Maki: Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir Straumland (fædd 1. mars 1986). Sonur: Starkaður Klemenz Sæmundur Straumland (2018). Foreldrar: Kristján Sveinbjörnsson og Kristín Sigrún Sigurleifsdóttir.

Grunnskólapróf frá Hlíðaskóla 1996.

Kerfisstjóri hjá RÚV 1999–2000. Forritari hjá Veflausnum Símans, síðar Íslensku vefstofunni, 2000–2001. Kerfisstjóri og forritari hjá Símanum 2001–2006. Forritari hjá Citrus Oy, Helsinki, 2006–2007. Forritari hjá Skýrr 2007–2009. Forritari hjá Modern Earth Web Design, Winnipeg, 2009–2012. Kerfisstjóri og forritari hjá GreenQloud (Tölvuský) 2012–2013. Eigandi og framkvæmdastjóri Fossbúans ehf. síðan 2017.

Formaður Pírata 2015–2016.

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2013–2016 og síðan 2017 (Píratar).

Formaður þingflokks Pírata 2014–2015.

Kjörbréfanefnd 2013, allsherjar- og menntamálanefnd 2013–2016 og 2018–, umhverfis- og samgöngunefnd 2014, efnahags- og viðskiptanefnd 2017–2018.

Æviágripi síðast breytt 11. september 2018.