Valgerður Gunnarsdóttir

Valgerður Gunnarsdóttir

Þingseta

Alþingismaður Norðausturkjördæmis 2013–2017 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Norðausturkjördæmis maí og október 2018 og febrúar 2020 (Sjálfstæðisflokkur).

3. varaforseti 2013–2016. 4. varaforseti 2016–2017.

Æviágrip

Fædd á Dalvík 17. júlí 1955. Foreldrar: Gunnar Þór Jóhannsson (fæddur 2. desember 1926, dáinn 7. nóvember 1987) skipstjóri og Ásta Jónína Sveinbjörnsdóttir (fædd 27. nóvember 1934) húsmóðir. Maki: Örlygur Hnefill Jónsson (fæddur 28. ágúst 1953) héraðsdómslögmaður og varaþingmaður. Börn: Emilía Ásta (1977), Örlygur Hnefill (1983), Gunnar Hnefill (1990).

Stúdentspróf MA 1975. BA-próf í íslenskum fræðum og almennum bókmenntum frá HÍ 1982. Kennslu- og uppeldisfræði frá HA 1996. Diplóma frá EHÍ 2005, stjórnun og forysta í skólaumhverfi.

Ritari sýslumanns Þingeyjarsýslu 1982–1983. Bókari við Lífeyrissjóðinn Björgu á Húsavík 1983–1986. Gjaldkeri við Alþýðubankann á Húsavík 1986–1987. Íslenskukennari, námsráðgjafi og deildarstjóri við Framhaldsskólann á Húsavík 1987–1999. Skólameistari við Framhaldsskólann á Laugum 1999–2013.

Í stjórn Útgerðarfélagsins Höfða 1986–1990. Bæjarfulltrúi í bæjarstjórn Húsavíkurkaupstaðar 1986–1998, forseti bæjarstjórnar Húsavíkurkaupstaðar 1994–1996. Í skólanefnd Framhaldsskólans á Húsavík 1987–1999. Í stjórn Menningarsjóðs þingeyskra kvenna og í fræðslu- og menningarmálanefnd Húsavíkurkaupstaðar 1998–1999. Formaður samstarfsnefndar framhaldsskóla á Norðurlandi 2006–2013. Formaður Skólameistarafélags Íslands 2009–2013. Í stjórnarskrárnefnd skipaðri af forsætisráðherra 2013–2016.

Alþingismaður Norðausturkjördæmis 2013–2017 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Norðausturkjördæmis maí og október 2018 og febrúar 2020 (Sjálfstæðisflokkur).

3. varaforseti 2013–2016. 4. varaforseti 2016–2017.

Fjárlaganefnd 2013–2016, allsherjar- og menntamálanefnd 2017, umhverfis- og samgöngunefnd 2017 (formaður).

Íslandsdeild Norðurlandaráðs 2013–2016 og 2017 (formaður), Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins 2016.

Æviágripi síðast breytt 24. febrúar 2020.

Áskriftir