Halldór Blöndal

Halldór Blöndal

Þingseta

Landskjörinn alþingismaður (Norðurlands eystra) 1979–1983, alþingismaður Norðurlands eystra 1983–2003, alþingismaður Norðausturkjördæmis 2003–2007 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Norðurlands eystra desember 1971, október–nóvember 1973, janúar–maí og október–desember 1974, október–nóvember 1975, nóvember 1976, mars 1977, október, nóvember–desember 1978, mars–apríl 1979, landskjörinn varaþingmaður (Norðurlands eystra) nóvember–desember 1972, nóvember–desember 1977.

Landbúnaðar- og samgönguráðherra 1991–1995, samgönguráðherra 1995–1999.

Forseti Alþingis 1999–2005.

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 24. ágúst 1938. Foreldrar: Lárus H. Blöndal (fæddur 4. nóvember 1905, dáinn 2. október 1999) bókavörður og 1. kona hans Kristjana Benediktsdóttir (fædd 10. febrúar 1910, dáin 17. mars 1955) húsmóðir, systir Bjarna Benediktssonar alþingismanns og ráðherra og Péturs Benediktssonar alþingismanns. Maki 1 (16. apríl 1960): Renata Brynja Kristjánsdóttir (fædd 31. október 1938, dáin 3. júní 1982). Þau skildu 1967. Foreldrar: Kristján P. Guðmundsson og kona hans Úrsúla Beate Guðmundsson, fædd Piernay. Maki 2 (27. desember 1969): Kristrún Eymundsdóttir (fædd 4. janúar 1936, dáin 8. desember 2018) kennari. Foreldrar: Eymundur Magnússon og kona hans Þóra Árnadóttir. Dætur Halldórs og Renötu: Ragnhildur (1960), Kristjana (1964). Sonur Halldórs og Kristrúnar: Pétur (1971).

Stúdentspróf MA 1959. Nám í lögum og sagnfræði við Háskóla Íslands.

Vann við hvalskurð í hvalveiðistöðinni í Hvalfirði á 15 vertíðum frá 1954 til 1974. Kennari og blaðamaður á árunum 1959–1980. Vann á Endurskoðunarstofu Björns Steffensens og Ara Ó. Thorlacius á Akureyri 1976–1978. Skipaður 30. apríl 1991 landbúnaðar- og samgönguráðherra, lausn 18. apríl 1995, en gegndi störfum til 23. apríl. Skipaður 23. apríl 1995 samgönguráðherra, lausn 28. maí 1999.

Yfirskoðunarmaður ríkisreikninga 1976–1987. Í úthlutunarnefnd listamannalauna 1978–1987. Í stjórn Framkvæmdastofnunar ríkisins, síðar Byggðastofnunar 1983–1991. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og á þingi Alþjóðaþingmannasambandsins 1983. Sat þing Evrópuráðsins 1984–1986. Í bankaráði Búnaðarbanka Íslands 1985–1991. Formaður kjördæmisráðs sjálfstæðisfélaganna á Norðurlandi eystra 1978–1979.

Landskjörinn alþingismaður (Norðurlands eystra) 1979–1983, alþingismaður Norðurlands eystra 1983–2003, alþingismaður Norðausturkjördæmis 2003–2007 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Norðurlands eystra desember 1971, október–nóvember 1973, janúar–maí og október–desember 1974, október–nóvember 1975, nóvember 1976, mars 1977, október, nóvember–desember 1978, mars–apríl 1979, landskjörinn varaþingmaður (Norðurlands eystra) nóvember–desember 1972, nóvember–desember 1977.

Landbúnaðar- og samgönguráðherra 1991–1995, samgönguráðherra 1995–1999.

Forseti Alþingis 1999–2005.

Utanríkismálanefnd 2005–2007.

Íslandsdeild Vestnorræna þingmannaráðsins 2005–2007 (form.).

Ritstjóri: Gambri (1955–1956). Muninn (1958–1959). Vaka (1964). Vesturland (1967). Íslendingur (1973–1974).

Æviágripi síðast breytt 4. nóvember 2019.

Upplýsingar um nefndarstörf ná aftur til ársins 1991 (115. löggjafarþing). Sjá annars nefndasetur

Áskriftir