Nichole Leigh Mosty

Nichole Leigh Mosty

Þingseta

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2016–2017 (Björt framtíð).

4. varaforseti Alþingis 2017.

Æviágrip

Fædd í Three Rivers Michigan í Bandaríkjunum 19. október 1972. Foreldrar: Ronald Steven Hotovy (fæddur 5. mars 1950, dáinn 14. september 2005) verkfræðingur og Vickie Jean Austin húsmóðir (fædd 11. júní 1950). Maki: Garðar Kenneth Mosty Gunnarsson (fæddur 19. ágúst 1973). Foreldrar: Gunnar Kenneth Wayne Mosty og Esther Jörundsdóttir. Stjúpfaðir Garðars er Jón Grétar Haraldsson. Börn: Tómas Jamie (2008), Leah Karin (2009). Stjúpdóttir: Ingibjörg Linda Jones (1993).

Lokapróf frá Sturgis High School, Sturgis Michigan Bandaríkjunum, 1990. Diploma Culinary Arts frá Cambridge School of Culinary Arts Cambridge Massachusetts, 1999. B.Ed.-próf í leikskólakennarafræðum frá KHÍ 2007. M.Ed.-próf frá HÍ í náms- og kennslufræði með kjörsviðið mál og læsi 2013.

Ræstingar 2000–2007. Leiðbeinandi við leikskólann Heiðarborg 2000–2003. Leiðbeinandi, leikskólakennari, deildarstjóri, verkefnastjóri við leikskólann Múlaborg 2004–2009. Aðstoðarleikskólastjóri við leikskólann Ösp 2009–2011, leikskólastjóri 2011–2016.

Ritari St. Jósefssóknar hinnar kaþólsku kirkju á Íslandi 2009. Formaður hverfisráðs Breiðholts frá 2014. Varamaður í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur 2014–2016. Varamaður í stjórn Skógarbæjar 2015–2016.

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2016–2017 (Björt framtíð).

4. varaforseti Alþingis 2017.

Allsherjar- og menntamálanefnd 2016–2017, velferðarnefnd 2017 (formaður).

Æviágripi síðast breytt 30. október 2017.

Áskriftir