Albertína Friðbjörg Elíasdóttir

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir
  • Kjördæmi: Norðausturkjördæmi
  • Þingflokkur: Samfylkingin
  • 848-4256

Þingseta

Alþingismaður Norðausturkjördæmis síðan 2017 (Samfylkingin).

Æviágrip

Fædd á Ísafirði 17. febrúar 1980. Foreldrar: Elías Oddsson (fæddur 1. desember 1956), sonur Magdalenu Margrétar Sigurðardóttur varaþingmanns, og Ingibjörg Svavarsdóttir (fædd 17. maí 1959).

Stúdentspróf MH 2000. BSc-próf í félagsfræði HÍ 2005. Áttunda stigs próf á píanó frá Tónlistarskólanum á Ísafirði 2010. MSc-próf í landfræði HÍ 2012.

Ráðgjafi og verkefnastjóri í barnavernd og félagsmálum hjá Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar 2003–2005. Forstöðumaður Gamla apóteksins á Ísafirði 2004–2006. Leiðsögumaður um Jökulfirði og Hornstrandir í sumarleyfum frá 2004. Verkefnastjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfirðinga 2006–2008. Rannsakandi í ferðamálum hjá Rannsóknasetri Háskóla Íslands í Bolungarvík 2008–2010. Organisti í Dýrafirði, Önundarfirði, Súgandafirði og Arnarfirði í afleysingum 2008–2014. Verkefnastjóri og kennari hjá Háskólasetri Vestfjarða 2009–2015. Bæjarfulltrúi í Ísafjarðarbæ 2010–2014, forseti bæjarstjórnar 2011 og 2013, fulltrúi í bæjarráði Ísafjarðarbæjar 2010–2014. Formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga 2010–2014. Verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands á Ísafirði 2012–2014. Verkefnastjóri atvinnumála hjá Akureyrarbæ 2014–2016. Framkvæmdastjóri EIMS 2016–2017.

Formaður hafnarstjórnar Ísafjarðarbæjar 2010. Formaður umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar 2010–2014.

Alþingismaður Norðausturkjördæmis síðan 2017 (Samfylkingin).

Atvinnuveganefnd 2017–.

Æviágripi síðast breytt 15. desember 2017.