Guðmundur Ingi Kristinsson

Guðmundur Ingi Kristinsson
  • Kjördæmi: Suðvesturkjördæmi
  • Þingflokkur: Flokkur fólksins

Þingseta

Alþingismaður Suðvesturkjördæmis síðan 2017 (Flokkur fólksins).

Formaður þingflokks Flokks fólksins síðan 2018.

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 14. júlí 1955. Foreldrar: Kristinn Jónsson (fæddur 10. febrúar 1914, dáinn 6. júlí 2003) og Andrea Guðmundsdóttir (fædd 30. júlí 1925, dáin 21. apríl 2005). Maki 1: Inga Dóra Jónsdóttir (fædd 11. júní 1959). Þau skildu. Maki 2: Hulda Margrét Baldursdóttir (fædd 30. júlí 1962) myndlistarkona. Foreldrar: Baldur Viðar Guðjónsson og Hertha Silvía Andersen. Synir Guðmundar og Ingu Dóru: Jón Hannes (1977, dáinn 2006), Bjarni Þór (1978). Synir Guðmundar og Huldu Margrétar: Baldur Freyr (1985), Davíð Örn (1987), Guðmundur Ingi (1992), Georg Daði (1994).

Gagnfræðapróf frá Ármúlaskóla trésmíðadeild 1972. Nám við trésmíðadeild Iðnskólans í Reykjavík 1974. Skrifstofunám, vefsíðugerð og myndvinnsla í Nýja tölvu- og viðskiptaskólanum (NTV) 1997.

Lögreglumaður í Grindavík og Keflavík 1974–1980. Afgreiðslumaður í versluninni Brynju 1981–1993. Í endurskoðunarnefnd laga um almannatryggingar 2014–2016 fyrir Pírata.

Í trúnaðarráði VR 2004–2012 og fulltrúi þess á ársfundum Alþýðusambands Íslands. Formaður BÓT, baráttu- og samstöðufélags fyrir bættum kjörum lífeyrisþega og gegn fátækt á Íslandi, frá 2010. Varaformaður Flokks fólksins frá 2016.

Alþingismaður Suðvesturkjördæmis síðan 2017 (Flokkur fólksins).

Formaður þingflokks Flokks fólksins síðan 2018.

Velferðarnefnd 2017–.

Íslandsdeild Norðurlandaráðs 2018–2020.

Æviágripi síðast breytt 21. október 2020.