Halla Signý Kristjánsdóttir

Halla Signý Kristjánsdóttir
  • Kjördæmi: Norðvesturkjördæmi
  • Þingflokkur: Framsóknarflokkur

Þingseta

Alþingismaður Norðvesturkjördæmis síðan 2017 (Framsóknarflokkur).

Æviágrip

Fædd á Flateyri 1. maí 1964. Foreldrar: Kristján Guðmundsson (fæddur 27. september 1918, dáinn 28. mars 1988) bóndi og Árilía Jóhannesdóttir (fædd 20. nóvember 1923, dáin 31. mars 2014) húsfreyja. Maki: Sigurður G. Sverrisson (fæddur 12. júlí 1962) flokksstjóri hjá Vegagerðinni. Foreldrar: Sverrir Sigurðsson og Kristín G. Sigurðardóttir. Börn: Kristín Guðný (1984), Ólína Adda (1986), Finnbogi Dagur (1992), Anna Þuríður (1995).

Stundaði nám við MÍ 1998–2001. Stundaði nám við frumgreinadeild Háskólans á Bifröst 2001–2002. BS-próf í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst 2005. Diplóma í opinberri stjórnsýslu HÍ 2011. Stundar framhaldsnám í opinberri stjórnsýslu við HÍ.

Starfsmaður Sparisjóðs Bolungarvíkur 1980–1984. Leiðbeinandi við Grunnskóla Önundarfjarðar veturinn 1999–2000. Sumarstörf hjá Sparisjóði Mýrasýslu 2003 og 2004. Bóndi á Kirkjubóli í Bjarnardal í Önundarfirði í tíu ár. Fjármálastjóri Bolungarvíkurkaupstaðar 2005–2018.

Kjörinn fulltrúi á fundi Stéttarsambands bænda 1987 og 1988. Formaður Kvenfélags Mosvallahrepps. Formaður Átthagafélagsins Vorblóms Ingjaldssandi frá 1996. Í stjórn Orkubús Vestfjarða 2006–2008 og frá 2016. Í samráðsnefnd um veiðigjöld síðan 2018. Ritstjóri Ísfirðings (1996–1998).

Alþingismaður Norðvesturkjördæmis síðan 2017 (Framsóknarflokkur).

Atvinnuveganefnd 2017–, velferðarnefnd 2017–.

Æviágripi síðast breytt 1. júní 2018.