Inga Sæland
Nefndasetur:
Þingstörf og hagsmunaskrá
Þingseta
Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður síðan 2017 (Flokkur fólksins).
Æviágrip
Fædd í Ólafsfirði 3. ágúst 1959. Foreldrar: Ástvaldur Einar Steinsson (fæddur 21. ágúst 1930) sjómaður og netagerðarmaður og Sigríður Sæland Jónsdóttir (fædd 25. júní 1937) húsmóðir. Maki: Óli Már Guðmundsson (fæddur 5. júlí 1953). Foreldrar: Guðmundur Ólafsson og Anna Baldvina Gottliebsdóttir. Börn: Guðmundur (1978), Einar Már (1980), Sigríður Sæland (1984), Baldvin Örn (1987).
Stundaði nám við MH 1994–1999. Stundaði nám í stjórnmálafræði við HÍ 2003–2006. BA-próf í lögfræði HÍ 2016.
Stofnandi Flokks fólksins 2016 og formaður frá stofnun. Í samráðsnefnd um veiðigjöld síðan 2018.
Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður síðan 2017 (Flokkur fólksins).
Atvinnuveganefnd 2017–, fjárlaganefnd 2018–.
Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins 2017–, Íslandsdeild Norðurlandaráðs 2020–.
Æviágripi síðast breytt 21. október 2020.