Jóhann Friðrik Friðriksson

Jóhann Friðrik Friðriksson
  • Kjördæmi: Suðurkjördæmi
  • Þingflokkur: Framsóknarflokkur

Þingseta

Alþingismaður Suðurkjördæmis síðan 2021 (Framsóknarflokkur).

Varaþingmaður Suðurkjördæmis október 2018, september og desember 2019 (Framsóknarflokkur).

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 26. mars 1979. Foreldrar: Friðrik Georgsson (fæddur 17. júlí 1944) deildarstjóri og Anna Jónsdóttir (fædd 13. febrúar 1948) starfsmaður í reikningshaldi. Maki: Erla Hafsteinsdóttir (fædd 16. mars 1975) talmeinafræðingur. Foreldrar: Hafsteinn Eide Ingólfsson og Aldís Jónsdóttir. Börn: Hafsteinn Orri (2012), Matthildur Hanna (2013). Dóttir Jóhanns Friðriks og Höllu Bjargar Evans: Guðrún Elfa (2001).

Nám við Fjölbrautaskóla Suðurnesja 1995–1998. Undirbúningsnám við Midlands Technical College í Columbia í Suður-Karólínu 2009. BA-próf í heilbrigðisvísindum frá Arnold School of Public Health við Suður-Karólínuháskóla 2011. Meistarapróf í lýðheilsuvísindum frá sama skóla 2013.

Rannsóknastörf við taugalækningadeild Prisma Health Richland-sjúkrahússins í Columbia í Suður-Karólínu 2014–2015. Fagstjóri hjá Vinnueftirlitinu 2016–2019. Framkvæmdastjóri Keilis – miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs 2019–2021.

Bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ 2018–, forseti bæjarstjórnar 2018–2020. Formaður lýðheilsuráðs Reykjanesbæjar 2020–. Fulltrúi í bæjarráði Reykjanesbæjar 2018–. Í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2020–. Í stjórn Tryggingastofnunar 2019–2021.

Alþingismaður Suðurkjördæmis síðan 2021 (Framsóknarflokkur).

Varaþingmaður Suðurkjördæmis október 2018, september og desember 2019 (Framsóknarflokkur).

Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa 2021, kjörbréfanefnd 2021, allsherjar- og menntamálanefnd 2021–2023, utanríkismálanefnd 2021–2023, fjárlaganefnd 2023–, efnahags- og viðskiptanefnd 2023–.

Íslandsdeild Alþjóðaþingmannasambandsins 2021–, Íslandsdeild NATO-þingsins 2023–.

Æviágripi síðast breytt 19. september 2023.

Áskriftir