Eiríkur Gíslason

Eiríkur Gíslason

Þingseta

Alþingismaður Snæfellinga 1894–1900.

  Þingstörf

  Æviágrip

  Fæddur á Reynivöllum í Kjós 14. mars 1857, dáinn 19. desember 1920. Foreldrar: Gísli Jóhannesson (fæddur 19. október 1817, dáinn 31. janúar 1866) prestur þar og kona hans Guðlaug Eiríksdóttir (fædd 1824, dáin 13. september 1899) húsmóðir, systir Ingibjargar, konu Eggerts Briems þjóðfundarmanns. Maki (14. september 1884) Vilborg Jónsdóttir (fædd 22. júní 1863, dáin 28. janúar 1947) húsmóðir. Foreldrar: Jón Þórðarson og kona hans Sigríður Eiríksdóttir. Börn: Jón (1887), Gísli (1889), Jóhanna (1891), Sigríður Guðlaug (1892).

  Stúdentspróf Lsk. 1878. Guðfræðipróf Prestaskólanum 1880.

  Fékk Presthóla 1881, Lund 1882, Breiðabólstað á Skógarströnd 1884, Staðarstað 1890 og Prestsbakka og Stað í Hrútafirði 1901, sat á Prestsbakka til 1904, síðan á Stað til 1920. Prófastur í Strandaprófastsdæmi 1902–1920. Póstafgreiðslumaður á Stað frá 1. janúar 1905 til æviloka.

  Alþingismaður Snæfellinga 1894–1900.

  Æviágripi síðast breytt 19. júní 2015.