Jódís Skúladóttir

Jódís Skúladóttir
  • Embætti: 6. varaforseti
  • Kjördæmi: Norðausturkjördæmi
  • Þingflokkur: Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Þingseta

Alþingismaður Norðausturkjördæmis síðan 2021 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).

6. varaforseti Alþingis síðan 2021.

Æviágrip

Fædd í Reykjavík 6. nóvember 1977. Foreldrar: Skúli Magnússon (fæddur 6. október 1944, dáinn 8. maí 2003) húsasmiður og skipasmiður og Jórunn Anna Einarsdóttir (fædd 29. desember 1951) bankastarfsmaður. Maki: Guðrún Lilja Magnúsdóttir (fædd 28. júní 1980) forstöðumaður. Þær skildu. Foreldrar: Magnús Þórðarson og Erna Valgeirsdóttir. Börn Jódísar og Guðrúnar Lilju: Magnús Bjartur (2007), Eldey Arna (2011), Ásgrímur Ari (2016). Sonur Jódísar og Einars Þórs Einarssonar: Alex Skúli (1992).

Stúdent ME 2001. BS-próf í viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst 2011. ML-próf í lögfræði HR 2013.

Almenn verkamannastörf 2001–2008. Lögfræðingur loftslagsmála hjá Umhverfisstofnun 2013–2014. Verkefnastjóri og persónuverndarfulltrúi hjá Austurbrú ses. 2018–2021.

Oddviti VG í sveitarstjórn Múlaþings 2020–2021, formaður heimastjórnar Djúpavogs 2020–2021, aðalmaður í fjölskylduráði Múlaþings 2020–2021, áheyrnarfulltrúi í byggðaráði Múlaþings 2020–2021. Formaður Hinsegin Austurlands 2019–2021.

Alþingismaður Norðausturkjördæmis síðan 2021 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).

6. varaforseti Alþingis síðan 2021.

Allsherjar- og menntamálanefnd 2021–, velferðarnefnd 2021–2023, fjárlaganefnd 2023–.

Íslandsdeild þingmannanefnda EFTA og EES 2024–, þingmannanefnd Íslands og ESB 2024–.

Æviágripi síðast breytt 16. apríl 2024.

Áskriftir