Guðbrandur Einarsson

Guðbrandur Einarsson
  • Kjördæmi: Suðurkjördæmi
  • Þingflokkur: Viðreisn

Þingseta

Alþingismaður Suðurkjördæmis síðan 2021 (Viðreisn).

Æviágrip

Fæddur í Keflavík 29. október 1958. Foreldrar: Einar Gunnarsson (fæddur 20. nóvember 1933, dáinn 10. ágúst 2011) húsgagnasmíðameistari og Sigríður Guðbrandsdóttir (fædd 14. júní 1930) húsmóðir. Maki: Margrét Sumarliðadóttir (fædd 6. júlí 1959) hársnyrtimeistari. Foreldrar: Sumarliði Lárusson og Árnína Jenný Sigurðardóttir. Börn: Davíð (1979), Dagur (fæddur 1995, dáinn 1995), Sigríður (1996), Sólborg (1996), Einar (1999), Gunnar (1999).

Stúdent af félagsbraut FS 1978. Stúdent af viðskiptabraut FS 1987. Próf í kerfisfræði frá Tölvuháskóla VÍ 1989.

Fulltrúi í innheimtudeild Útvegsbanka Íslands 1979–1981. Leiðbeinandi við Grunnskólann í Sandgerði 1981–1987. Ráðgjafi á meðferðarstofnun fyrir vímuefnaneytendur í Svíþjóð 1990–1992. Framkvæmdastjóri Nýs miðils hf., sem rak útvarpsstöðina Brosið og Suðurnesjafréttir, 1993–1995. Starfsmaður byggingavöruverslunarinnar Járn og skip 1995–1996. Verslunarstjóri Kaskó í Keflavík 1996–1998. Framkvæmdastjóri Verslunarmannafélags Suðurnesja 1998–2019. Ýmis tónlistarstörf samhliða öðrum störfum.

Formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja 1998–2019. Í stjórn Landssambands íslenskra verslunarmanna (LÍV) 1999–2019. Formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna (LÍV) 2014–2019. Í miðstjórn ASÍ 2004–2018, kjara- og skattanefnd ASÍ 2004–2010, efnahags- og skattanefnd ASÍ 2010–2018, velferðarnefnd ASÍ 2004–2012, skipulags- og starfsháttanefnd ASÍ 2016–2018, laganefnd ASÍ 2016–2018, starfs- og fjárhagsnefnd ASÍ 2016–2018, launanefnd ASÍ 2016–2018. Varamaður í Vinnumarkaðsráði Suðurnesja 2007–2015. Í stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs 2010–2014. Varamaður í stjórn Vinnumálastofnunar 2010–2014. Í fulltrúaráði VIRK – starfsendurhæfingarsjóðs 2010–2018. Í samningahópi utanríkisráðuneytis vegna aðildarumsóknar að ESB 2009. Í stjórn Hitaveitu Suðurnesja 2006–2010. Formaður stjórnar HS Veitna 2019–2021. Stjórnarmaður í HS Veitum 2021–2023. Í stjórn Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum 1999–2002, varamaður 2010–2012, stjórnarmaður 2012–2013, varaformaður 2013–2019. Í stjórn Samvinnu – starfsendurhæfingar á Suðurnesjum 2008–2014. Varamaður í stjórn Keilis – miðstöðvar fræða og vísinda 2007–2014. Bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ 2002–2010 og 2014–2022. Í fjölskyldu- og félagsmálaráði Reykjanesbæjar 1998–2002. Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar 2015–2018 og 2020–2022. Í bæjarráði Reykjanesbæjar 2002–2010 og 2014–2022.

Alþingismaður Suðurkjördæmis síðan 2021 (Viðreisn).

Efnahags- og viðskiptanefnd 2021–.

Æviágripi síðast breytt 27. apríl 2023.

Áskriftir