Dagbjört Hákonardóttir

Dagbjört Hákonardóttir
  • Kjördæmi: Reykjavíkurkjördæmi norður
  • Þingflokkur: Samfylkingin
  • 695-8414

Þingseta

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður síðan september 2023 (Samfylkingin).

Varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður febrúar–mars 2022, mars–apríl 2022 og janúar–febrúar 2023 (Samfylkingin).

Æviágrip

Fædd í Reykjavík 14. júlí 1984. Foreldrar: Katrín Björgvinsdóttir (fædd 26. febrúar 1959) hjúkrunarfræðingur og Hákon Gunnarsson (fæddur 18. október 1959), rekstrarhagfræðingur. Maki: Þórhallur Gísli Samúelsson (fæddur 25. nóvember 1980), flugumferðarstjóri. Foreldrar: Þórhalla Gísladóttir og Samúel Jón Samúelsson. Börn: Katrín (2013), Torfi (2017). Fyrrv. stjúpmóðir: Bryndís Hlöðversdóttir.

Stúdent MH 2004. BA lögfræði HÍ 2008. Mag. juris HÍ 2010.

Laganemi hjá samgönguráðuneyti 2008–2010. Starfsnemi hjá utanríkisráðuneyti 2010. Lögfræðingur hjá umboðsmanni skuldara 2010–2014. Lögfræðingur hjá umboðsmanni borgarbúa 2015–2018. Lögfræðingur hjá skrifstofu borgarstjóra og borgarritara 2017–2018. Persónuverndarfulltrúi Reykjavíkurborgar 2018–2023.

Framkvæmdastjórn Ungra jafnaðarmanna 2003–2006. Stúdentaráðsfulltrúi og stjórnarmaður í Stúdentaráði Háskóla Íslands fyrir Röskvu 2005–2007. Formaður Ungra Evrópusinna 2011–2013. Stjórn Nippon – íslensk-japanska félagsins 2013–2015. Stjórn FFJ – Félags frjálslyndra jafnaðarmanna 2014–2021. Formaður FFJ – félags frjálslyndra jafnaðarmanna 2021–2023. Stjórn Vertonet – félags kvenna og kvára í upplýsingatækni 2022–2023.

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður síðan september 2023 (Samfylkingin).

Varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður febrúar–mars 2022, mars–apríl 2022 og janúar–febrúar 2023 (Samfylkingin).

Allsherjar- og menntamálanefnd 2023–.

Íslandsdeild þings Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu 2024–.

Ritnefnd 60. árgangs Úlfljóts, tímarits laganema við Háskóla Íslands, 2006–2007.

Æviágripi síðast breytt 26. janúar 2024.

Áskriftir