Erlingur Friðjónsson

Erlingur Friðjónsson

Þingseta

Alþingismaður Akureyringa 1927–1931 (Alþýðuflokkur).

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur á Sandi í Aðaldal 7. febrúar 1877, dáinn 18. júlí 1962. Foreldrar: Friðjón Jónsson (fæddur 1. nóvember 1838, dáinn 29. júlí 1917) bóndi þar og bústýra hans Helga Halldórsdóttir (fædd 21. desember 1842, dáin 23. maí 1937). Hálfbróðir Sigurjóns Friðjónssonar alþingismanns.

Búfræðingur Ólafsdal 1903. Nam trésmíði.

Stundaði um hríð trésmíði ásamt daglaunavinnu. Kaupfélagsstjóri Kaupfélags verkamanna á Akureyri 1915–1959.

Bæjarfulltrúi á Akureyri 1915–1946. Í síldarútflutningsnefnd 1928–1931.

Alþingismaður Akureyringa 1927–1931 (Alþýðuflokkur).

Ritaði endurminningar: Fyrir aldamót (1959).

Ritstjóri: Alþýðumaðurinn (1931–1947).

Æviágripi síðast breytt 24. júní 2015.