Friðrik Sophusson

Friðrik Sophusson

Þingseta

Landskjörinn alþingismaður (Reykvíkinga) 1978–1979, alþingismaður Reykvíkinga 1979–1998 (Sjálfstæðisflokkur).

Iðnaðarráðherra 1987–1988. Fjármálaráðherra 1991–1998.

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 18. október 1943. Foreldrar: Sophus Auðunn Guðmundsson (fæddur 6. apríl 1918, dáinn 4. janúar 2006) skrifstofustjóri þar, bróðir Jóhannesar Guðmundssonar varaþingmanns, og kona hans Áslaug María Friðriksdóttir (fædd 13. júlí 1921, dáin 29. júní 2004) skólastjóri, mágkona Sigríðar Guðvarðsdóttur varaþingmanns. Maki 1 (20. júlí 1968): Helga Jóakimsdóttir (fædd 13. desember 1940) hágreiðslumeistari. Þau skildu 1987. Foreldrar: Jóakim Pálsson, föðurbróðir Kristjáns Pálssonar alþingismanns, og kona hans Gabriela Jóhannesdóttir. Maki 2 (4. ágúst 1990): Sigríður Dúna Kristmundsdóttir (fædd 13. ágúst 1952) doktor, prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands, fyrrverandi alþingismaður. Foreldrar: Kristmundur E. Jónsson og kona hans Sigríður Júlíusdóttir. Dætur Friðriks og Helgu: Áslaug María (1969), Gabriela Kristín (1971), Helga Guðrún (1981). Jóakim H. Reynisson (1961) stjúpsonur, sonur Helgu. Dóttir Friðriks og Sigríðar Dúnu: Sigríður Fransiska (1994). Sonur Friðriks og Guðbjargar Kristinsdóttur: Stefán Baldvin (1963). Sonur Friðriks og Ástu B. Gunnarsdóttur: Halldór (1967) (ættleiddur). Stjúpsonur, sonur Sigríðar Dúnu: Ragnar Hjálmarsson (1978).

Stúdentspróf MR 1963. Nám í læknadeild Háskóla Íslands 1963–1965, en síðan í lagadeild. Lögfræðipróf HÍ 1972.

Stundakennari 1963–1967 í gagnfræðadeild Hlíðaskóla í Reykjavík. Framkvæmdastjóri Stjórnunarfélags Íslands 1972–1978. Framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Hnífsdals í sumarafleysingum 1978–1986. Skipaður 8. júlí 1987 iðnaðarráðherra, lausn 17. september 1988, en gegndi störfum til 28. september. Skipaður 30. apríl 1991 fjármálaráðherra, lausn 18. apríl 1995, en gegndi störfum til 23. apríl. Skipaður 23. apríl 1995 fjármálaráðherra, lausn 16. apríl 1998.

Formaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta 1965–1967. Formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna 1973–1977. Í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins 1969–1977 og frá 1981. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins 1981–1989 og 1991–1999. Átti sæti í útvarpsráði 1975–1978. Í Rannsóknaráði 1979–1983, í framkvæmdanefnd þess sama tíma. Í kjaradeilunefnd 1980–1983. Formaður stjórnarnefndar Ríkisspítalanna 1984–1987. Í bankaráði Landsbanka Íslands 1990–1992. Formaður íslensku sendinefndarinnar á fundum Alþjóðaþingmannasambandsins 1980–1986. Í stjórn Hjálparstofnunar kirkjunnar 1990–1992.

Landskjörinn alþingismaður (Reykvíkinga) 1978–1979, alþingismaður Reykvíkinga 1979–1998 (Sjálfstæðisflokkur).

Iðnaðarráðherra 1987–1988. Fjármálaráðherra 1991–1998.

Ritstjóri: Vaka (1964–1965). Stefnir (1970–1971).

Æviágripi síðast breytt 9. september 2019.

Áskriftir