Guðjón Guðlaugsson

Guðjón Guðlaugsson

Þingseta

Alþingismaður Strandamanna 1892–1908 og 1911–1913, landskjörinn alþingismaður 1916–1922 (Heimastjórnarflokkurinn, Sambandsflokkurinn, Bændaflokkurinn eldri, Heimastjórnarflokkurinn).

Varaforseti efri deildar 1902, 2. varaforseti efri deildar 1907 og 1916–1917, 1. varaforseti efri deildar 1913 og 1917.

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur á Skarði á Skarðsströnd 9. desember 1857, dáinn 6. mars 1939. Foreldrar: Guðlaugur Jónsson (fæddur 6. desember 1834, dáinn í maí 1867) sjómaður og Björg Tómasdóttir (fædd 11. janúar 1834, dáin 17. júní 1896). Maki 1 (16. janúar 1883): Ingibjörg Magnúsdóttir (fædd 20. ágúst 1843, dáin 8. nóvember 1913) húsmóðir. Foreldrar: Magnús Eiríksson og kona hans María Guðmundsdóttir. Maki 2 (27. desember 1914): Jóney Guðmundsdóttir (fædd 30. júní 1869, dáin 7. apríl 1957) húsmóðir. Foreldrar: Guðmundur Jónsson og kona hans Helga Jónsdóttir. Börn Guðjóns og Jóneyjar: Guðmundur (1900), Mundhildur (1907).

Nam búfræði af Halldóri Jónssyni búfræðingi á Rauðamýri 1878–1879. Var síðan á unglingaskóla að Hvoli í Saurbæ hjá Torfa Bjarnasyni.

Jarðyrkjustörf í Danmörku 1880–1881. Bóndi að Hvalsá 1883–1887, á Ljúfustöðum 1887–1902 og á Kleifum á Selströnd 1902–1907, fluttist þá til Hólmavíkur og bjó þar til 1919. Framkvæmdastjóri Verslunarfélags Steingrímsfjarðar 1899–1919. Fluttist til Reykjavíkur 1919, bjó þar á Hlíðarenda (nýbýli) til æviloka.

Hreppstjóri 1887–1902 og 1916–1919 og oddviti 14 ár. Skipaður í milliþinganefnd í fátækramálum 1901. Yfirskoðunarmaður landsreikninganna 1904–1905. Í stjórn Búnaðarfélags Íslands 1919–1924. Átti sæti í yfirfasteignamatsnefnd 1919–1921 og í verðlagsnefnd 1920. Gæslustjóri Söfnunarsjóðs 1922–1932.

Alþingismaður Strandamanna 1892–1908 og 1911–1913, landskjörinn alþingismaður 1916–1922 (Heimastjórnarflokkurinn, Sambandsflokkurinn, Bændaflokkurinn eldri, Heimastjórnarflokkurinn).

Varaforseti efri deildar 1902, 2. varaforseti efri deildar 1907 og 1916–1917, 1. varaforseti efri deildar 1913 og 1917.

Æviágripi síðast breytt 29. apríl 2020.