Guðmundur H. Garðarsson

Guðmundur H. Garðarsson

Þingseta

Landskjörinn alþingismaður (Reykvíkinga) 1974–1978, alþingismaður Reykvíkinga 1987–1991 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Reykvíkinga október–nóvember 1967, desember 1970, október–nóvember 1978, janúar–febrúar 1979, október–nóvember, desember 1983, febrúar–mars, maí, nóvember–desember 1984, mars— apríl, maí, júní, desember 1985, febrúar–mars, apríl, október–nóvember, desember 1986, febrúar–mars 1987, nóvember 1992 og nóvember 1994.

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Hafnarfirði 17. október 1928. Foreldrar: Garðar Svavar Gíslason (fæddur 20. september 1906, dáinn 9. desember 1962) kaupmaður þar og kona hans Matthildur Guðmundsdóttir (fædd 18. janúar 1910, dáin 15. maí 1998) húsmóðir. Maki (21. nóvember 1953) Ragnheiður Guðrún Ásgeirsdóttir (fædd 5. júní 1931, dáin 7. júlí 2008) læknaritari, móðursystir Ásgeirs Hannesar Eiríkssonar alþingismanns. Foreldrar: Ásgeir Þorsteinsson, mágur Gísla Jónssonar alþingismanns, og kona hans Elín Hannesdóttir Hafstein, dóttir Hannesar Hafsteins alþingismanns og ráðherra. (Ættarskrá X.) Synir: Guðmundur Ragnar (1956), Ragnar Hannes (1968).

Stúdentspróf VÍ 1950. Viðskiptafræðipróf HÍ 1954. Framhaldsnám í hagfræði við Christian Albrechts-háskóla í Kiel í Þýskalandi 1954–1955. Nám í endurtryggingum hjá Lloyd's í London 1955. Nám í markaðsfræðum hjá International Marketing Institute, Harvard-háskóla og Graduate School of Business Administration í Bandaríkjunum 1965.

Skrifstofustjóri hjá Iðnaðarmálastofnun Íslands 1955–1961. Fulltrúi og ritari stjórnar Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna 1961–1987. Hefur sinnt sérverkefnum fyrir sama fyrirtæki síðan 1987.

Formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur 1957–1979. Í miðstjórn Alþýðusambands Íslands 1966–1976. Í miðstjórn Alþýðusambands Evrópu (European Trade Union Confederation), aðal- og varamaður 1972–1982. Í ráðgjafarnefnd EFTA 1971–1982. Í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins 1971–1975 og 1980–1985. Í bankaráði Verslunarbanka Íslands 1973–1989. Í bankaráði Íslandsbanka hf. síðan 1991. Í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna síðan 1968, formaður 1977– 1979, 1983–1986 og 1989–1992. Í stjórn Fjárfestingarfélags Íslands 1973– 1992, formaður 1986–1992. Í stjórn Íslenskrar endurtryggingar 1983–1987. Formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík 1980–1985. Í tryggingaráði 1979–1983. Fulltrúi í Þingmannasamtökum Norður-Atlantshafsríkjanna 1987–1990.

Landskjörinn alþingismaður (Reykvíkinga) 1974–1978, alþingismaður Reykvíkinga 1987–1991 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Reykvíkinga október–nóvember 1967, desember 1970, október–nóvember 1978, janúar–febrúar 1979, október–nóvember, desember 1983, febrúar–mars, maí, nóvember–desember 1984, mars— apríl, maí, júní, desember 1985, febrúar–mars, apríl, október–nóvember, desember 1986, febrúar–mars 1987, nóvember 1992 og nóvember 1994.

Ritstjóri: Iðnaðarmál (1955–1960). Stefnir (1958–1960). Frost (1961–1968).

Æviágripi síðast breytt 24. september 2019.

Áskriftir