Guðmundur J. Guðmundsson

Guðmundur J. Guðmundsson

Þingseta

Alþingismaður Reykvíkinga 1979–1987 (Alþýðubandalag).

Varaþingmaður Reykvíkinga nóvember 1978, febrúar og maí 1979.

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 22. janúar 1927, dáinn 12. júní 1997. Foreldrar: Guðmundur Halldór Guðmundsson (fæddur 4. október 1887, dáinn 15. febrúar 1982) sjómaður þar og kona hans Solveig Jóhannsdóttir (fædd 7. ágúst 1897, dáin 10. júní 1979) húsmóðir. Maki (3. júlí 1948) Elín Torfadóttir (fædd 22. september 1927, dáin 9. janúar 2016) fóstra. Foreldrar: Torfi G. Þórðarson og kona hans Anna Úrsúla Björnsdóttir. Börn: Gunnar Örn (1948), Sólveig (1951), Guðmundur Halldór (1953), Elín Helena (1962).

Stundaði nám í gagnfræðaskóla 1941–1944.

Stundaði ýmis störf frá 1944, aðallega verkamannavinnu. Lögregluþjónn á Siglufirði á sumrum 1946–1950. Starfsmaður Verkamannafélagsins Dagsbrúnar í Reykjavík síðan 1953.

Forseti Æskulýðsfylkingarinnar 1950–1952. Í miðstjórn Sósíalistaflokksins 1954–1967 og í miðstjórn Alþýðubandalagsins 1956–1987. Í stjórn Verkamannafélagsins Dagsbrúnar síðan 1953, varaformaður 1961–1982 og formaður síðan 1982. Í stjórn fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík 1954–1959, varaformaður 1956–1959. Borgarfulltrúi í Reykjavík 1958–1962. Formaður Verkamannasambands Íslands 1975–1991. Í stjórn SÁÁ frá stofnun, framkvæmdastjórn frá 1990. Í stjórn Verndar 1983–1989. Í síldarútvegsnefnd 1991–1994.

Alþingismaður Reykvíkinga 1979–1987 (Alþýðubandalag).

Varaþingmaður Reykvíkinga nóvember 1978, febrúar og maí 1979.

Endurminningabækur: Jakinn í blíðu og stríðu (1989) og Baráttusaga Guðmundar J. Guðmundssonar (1990), skráðar af Ómari Valdimarssyni.

Æviágripi síðast breytt 24. september 2019.

Áskriftir