Guðmundur Karlsson

Guðmundur Karlsson

Þingseta

Alþingismaður Suðurlands 1978–1979, landskjörinn alþingismaður (Suðurlands) 1979–1983 (Sjálfstæðisflokkur).

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Vestmannaeyjum 9. júní 1936. Foreldrar: Karl Guðmundsson (fæddur 4. maí 1903, dáinn 10. maí 1993) skipstjóri og útgerðarmaður þar og kona hans Unnur Jónsdóttir (fædd 6. júní 1912, dáin 16. febrúar 1995) húsmóðir. Maki (9. nóvember 1990) Ásta Guðbjörg Þórarinsdóttir (fædd 1. nóvember 1938) húsmóðir. Foreldrar: Þórarinn Guðmundsson og kona hans Elísabet Bjarnveig Guðbjörnsdóttir. Synir: Guðmundur Hörður (1977), Karl Óðinn (1983).

Stúdentspróf Laugarvatni 1957. Nam lögfræði í Háskóla Íslands tvö ár.

Framleiðslustjóri í Vinnslustöðinni hf. 1963–1967. Framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar í Vestmannaeyjum 1967–1992. Framkvæmdastjóri Viðlagasjóðs í Vestmannaeyjum 1973. Markaðsstjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í Japan 1974–1975. Forstöðumaður veiðieftirlits Fiskistofu síðan 1992.

Formaður Eyverja, félags ungra sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum 1965– 1966. Bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum 1970–1974. Formaður Vinnuveitendafélags Vestmannaeyja 1984–1985 og 1991–1992. Í stjórn Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna 1986–1992, í varastjórn 1976–1985. Í stjórn sölufyrirtækis SH í Bandaríkjunum, Coldwater, 1971–1992.

Alþingismaður Suðurlands 1978–1979, landskjörinn alþingismaður (Suðurlands) 1979–1983 (Sjálfstæðisflokkur).

Æviágripi síðast breytt 24. september 2019.

Áskriftir