Guðmundur Ólafsson

Guðmundur Ólafsson

Þingseta

Alþingismaður Húnvetninga 1914–1923, alþingismaður Austur-Húnvetninga 1923–1933 (Bændaflokkurinn eldri, Framsóknarflokkur).

Forseti efri deildar 1928–1933. 1. varaforseti efri deildar 1918–1923.

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur á Guðrúnarstöðum í Vatnsdal 13. október 1867, dáinn 10. desember 1936. Foreldrar: Ólafur Ólafsson (fæddur 8. apríl 1830, dáinn 13. maí 1876) bóndi þar og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir (fædd 14. nóvember 1834, dáin 18. mars 1906) húsmóðir, dóttir Guðmundar Arnljótssonar alþingismanns. Maki (3. nóvember 1894): Sigurlaug Guðmundsdóttir (fædd 12. júní 1868, dáin 3. maí 1960) húsmóðir. Foreldrar: Guðmundur Jónasson og kona hans Ingibjörg Markúsdóttir.

Gagnfræðapróf Flensborg 1889.

Bóndi í Ási í Vatnsdal frá 1893 til æviloka.

Oddviti Áshrepps og sýslunefndarmaður um langt skeið. Átti sæti í landsbankanefnd 1928–1934 og yfirfasteignamatsnefnd 1930–1932.

Alþingismaður Húnvetninga 1914–1923, alþingismaður Austur-Húnvetninga 1923–1933 (Bændaflokkurinn eldri, Framsóknarflokkur).

Forseti efri deildar 1928–1933. 1. varaforseti efri deildar 1918–1923.

Æviágripi síðast breytt 22. apríl 2020.

Áskriftir