Guðrún Lárusdóttir

Guðrún Lárusdóttir

Þingseta

Landskjörinn alþingismaður 1930–1934, landskjörinn alþingismaður (Reykvíkinga) 1934–1938 (Sjálfstæðisflokkur).

Minningarorð

Æviágrip

Fædd á Valþjófsstað í Fljótsdal 8. janúar 1880, dáin 20. ágúst 1938 (drukknaði í Tungufljóti). Foreldrar: Lárus Halldórsson (fæddur 10. janúar 1851, dáinn 24. júní 1908) alþingismaður og prestur og kona hans Kirstín Katrín Pétursdóttir Guðjohnsen (fædd 6. maí 1850, dáin 28. september 1940) húsmóðir, dóttir Péturs Guðjohnsens alþingismanns. Maki (27. júní 1902): Sigurbjörn Ástvaldur Gíslason (fæddur 1. janúar 1876, dáinn 2. ágúst 1969) síðar prestur í Reykjavík. Foreldrar: Gísli Sigurðsson og kona hans Kristín Björnsdóttir. Börn: Lárus (1903), Halldór (1905), Kristín Guðrún (1906), Gísli (1907), Kristín Sigurbjörg (1909), Friðrik Baldur (1911), Kirstín Lára (1913), Guðrún Valgerður (1915), Sigrún Kristín (1920), Gústaf (1924).

Naut fræðslu að mestu í heimahúsum hjá foreldrum sínum.

Fátækrafulltrúi í Reykjavík 1930–1938. Húsmóðir og rithöfundur í Reykjavík.

Í bæjarstjórn Reykjavíkur 1912–1918.

Landskjörinn alþingismaður 1930–1934, landskjörinn alþingismaður (Reykvíkinga) 1934–1938 (Sjálfstæðisflokkur).

Samdi skáldsögur og smásögur.

Æviágripi síðast breytt 16. júní 2015.

Áskriftir