Hannes Stephensen

Hannes Stephensen

Þingseta

Alþingismaður Borgfirðinga 1845–1856. Þjóðfundarmaður 1851.

Forseti Alþingis 1855. Varaforseti Alþingis 1849 og 1853.

  Þingstörf

  Æviágrip

  Fæddur á Hvanneyri í Borgarfirði 12. október 1799, dáinn 29. september 1856. Foreldrar: Stefán Ólafsson Stephensen (fæddur 27. desember 1767, dáinn 20. desember 1820) amtmaður þar og 1. kona hans Marta María Diðriksdóttir Stephensen, fædd Hölter (fædd 10. júní 1770, dáin 14. júní 1805) húsmóðir. Tengdafaðir Péturs Havsteins alþingismanns. Maki (24. júní 1825): Þórunn Magnúsdóttir (fædd 19. apríl 1793, dáin 16. júní 1876) húsmóðir. Foreldrar: Magnús Stephensen og kona hans Guðrún Vigfúsdóttir. Börn: Guðrún (1827), Ragnheiður (1830), Magnús (1837).

  Stúdentspróf Bessastöðum 1818. Guðfræðipróf Hafnarháskóla 1824.

  Prestur í Görðum á Akranesi 1825 til æviloka. Bjó fyrst að Innra-Hólmi, síðar Ytra-Hólmi. Prófastur í Borgarfjarðarprófastsdæmi frá 1832 til æviloka.

  Alþingismaður Borgfirðinga 1845–1856. Þjóðfundarmaður 1851.

  Forseti Alþingis 1855. Varaforseti Alþingis 1849 og 1853.

  Æviágripi síðast breytt 7. september 2015.