Jóhann Hafstein

Jóhann Hafstein

Þingseta

Alþingismaður Reykvíkinga 1946–1978 (Sjálfstæðisflokkur).

Dóms- og kirkjumálaráðherra og iðnaðarmálaráðherra 1961 og 1963–1970. Forsætis- og iðnaðarráðherra 1970–1971.

Forseti neðri deildar 1959–1961 og 1962–1963.

Formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins 1970–1973.

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur á Akureyri 19. september 1915, dáinn 15. maí 1980. Foreldrar: Jóhannes Júlíus Havsteen (fæddur 13. júlí 1886, dáinn 31. júlí 1960) síðar sýslumaður á Húsavík og kona hans Þórunn Jónsdóttir Havsteen (fædd 10. ágúst 1888, dáin 28. mars 1939) húsmóðir, dóttir Jóns Þórarinssonar alþingismanns. Maki (17. september 1938) Ragnheiður Hafstein, fædd Thors (fædd 23. júlí 1920, dáin 9. apríl 1997) húsmóðir. Foreldrar: Haukur Thors, bróðir Ólafs alþingismanns og ráðherra og Thors alþingismanns Thors, og kona hans Sofía Lára Thors, dóttir Hannesar Hafsteins alþingismanns og ráðherra. Synir: Haukur (1941), Jóhann Júlíus (1946), Pétur Kristján (1949).

Stúdentspróf MA 1934. Lögfræðipróf HÍ 1938. Framhaldsnám í þjóðarétti við Lundúnaháskóla 1938–1939 og sumarið og haustið 1939 í Danmörku og Þýskalandi.

Erindreki Sjálfstæðisflokksins 1939–1942, framkvæmdastjóri flokksins 1942–1952. Kennari í þjóðarétti og almennri lögfræði við Viðskiptaháskóla Íslands 1939–1941. Bankastjóri Útvegsbanka Íslands 1952–1963. Skipaður 1961 dóms- og kirkjumálaráðherra og iðnaðarmálaráðherra frá 14. september að telja til 31. desember 1961. Skipaður 14. nóvember 1963 að nýju dóms- og kirkjumálaráðherra og iðnaðarmálaráðherra, fór einnig með heilbrigðismál til 1. janúar 1970. Gegndi jafnframt störfum forsætisráðherra frá 10. júlí 1970. Skipaður 10. október 1970 forsætisráðherra og iðnaðarráðherra, lausn 15. júní 1971, en gegndi störfum til 14. júlí.

Fyrsti formaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, 1935. Formaður Heimdallar 1939–1942. Formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna 1943–1949. Átti sæti í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins frá 1943. Formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík 1943–1955. Í lýðveldishátíðarnefnd 1944. Bæjarfulltrúi í Reykjavík 1946–1958, í bæjarráði 1946–1954. Í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 1946–1954. Skipaður 1947 í stjórnarskrárnefnd. Skipaður 1954 í húsnæðismálanefnd. Í bankaráði Framkvæmdabanka Íslands 1953–1966, formaður þess 1955–1956 og 1961–1966, og í stjórn Framkvæmdasjóðs 1967–1971 (formaður). Í stjórnarnefnd Þingmannasamtaka Atlantshafsbandalagsins 1955 og 1959–1964 og sat einnig fundi samtakanna 1956–1958. Sat þing Alþjóðaþingmannasambandsins 1957. Í stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs 1956–1963. Fulltrúi á þingi Evrópuráðsins 1961–1964, sat auk þess sem varafulltrúi þing 1951 og 1972. Í Norðurlandaráði 1971–1975. Kosinn 1973 í neyðarráðstafananefnd vegna eldgossins á Heimaey. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1953, 1959 og 1974. Í eftirlitsnefnd Norræna fjárfestingarbankans 1976–1979. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins 1965–1970. Formaður Sjálfstæðisflokksins 1970–1973.

Alþingismaður Reykvíkinga 1946–1978 (Sjálfstæðisflokkur).

Dóms- og kirkjumálaráðherra og iðnaðarmálaráðherra 1961 og 1963–1970. Forsætis- og iðnaðarráðherra 1970–1971.

Forseti neðri deildar 1959–1961 og 1962–1963.

Formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins 1970–1973.

Í ritinu Þjóðmálaþættir (1976) birtist hluti af fjöldamörgum ritgerðum eftir hann og ræðum sem birst höfðu áður á víð og dreif.

Ritstjóri: Heimdallur (1940).

Æviágripi síðast breytt 15. nóvember 2019.

Áskriftir