Jón Jensson

Jón Jensson

Þingseta

Alþingismaður Reykvíkinga 1894–1900.

Varaforseti neðri deildar 1899.

    Þingstörf

    Æviágrip

    Fæddur í Reykjavík 23. nóvember 1855, dáinn 25. júní 1915. Foreldrar: Jens Sigurðsson (fæddur 6. júlí 1813, dáinn 2. nóvember 1872) rektor og þjóðfundarmaður, bróðir Jóns Sigurðssonar forseta og alþingismanns, og kona hans Ólöf Björnsdóttir (fædd 22. febrúar 1830, dáin 7. desember 1874) húsmóðir. Bróðir Sigurðar Jenssonar alþingismanns og faðir Bergs Jónssonar alþingismanns. Maki (9. janúar 1886): Sigríður Hjaltadóttir (fædd 18. september 1860, dáin 11. janúar 1950) húsmóðir. Foreldrar: Hjalti Ólafsson Thorberg, bróðir Bergs Thorbergs alþingismanns, og kona hans Guðrún Jóhannesdóttir. Börn: Guðlaug (1893), Ólöf (1896), Bergur (1898), Sesselja (1900).

    Stúdentspróf Lsk. 1876. Lögfræðipróf Hafnarháskóla 1882.

    Aðstoðarmaður í íslensku stjórnardeildinni í Kaupmannahöfn 1882–1883. Landshöfðingjaritari 1883–1889. Settur 1. maí 1886 bæjarfógeti í Reykjavík til 1. september. Settur 15. september 1886 málaflutningsmaður við landsyfirréttinn til 31. desember. Skipaður 1889 2. yfirdómari og dómsmálaritari við landsyfirdóminn, skipaður 1. yfirdómari 1908, settur dómstjóri (háyfirdómari) 1911–1912. Settur 1890 amtmaður í suður- og vesturamtinu um tíma.

    Yfirskoðunarmaður landsreikninganna 1890–1891 og 1894–1901. Skrifstofustjóri Alþingis 1893. Gæslustjóri Söfnunarsjóðs 1891–1893. Endurskoðandi Landsbankans 1886–1889 og 1901–1905. Bæjarfulltrúi í Reykjavík 1891–1903 og 1908–1914.

    Alþingismaður Reykvíkinga 1894–1900.

    Varaforseti neðri deildar 1899.

    Æviágripi síðast breytt 29. janúar 2016.

    Áskriftir