Jón Pálmason

Jón Pálmason

Þingseta

Alþingismaður Austur-Húnvetninga 1933–1959 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Norðurlands vestra janúar–mars, apríl–júní og desember 1960, janúar–mars, október og nóvember 1961, febrúar, apríl og nóvember 1962, febrúar–mars og apríl 1963.

Landbúnaðarráðherra 1949–1950.

Forseti sameinaðs þings 1945–1949, 1950–1953 og 1959. 2. varaforseti neðri deildar 1942, 1. varaforseti neðri deildar 1942.

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur á Ytri-Löngumýri í Blöndudal 28. nóvember 1888, dáinn 1. febrúar 1973. Foreldrar: Pálmi Jónsson (fæddur 5. október 1850, dáinn 7. febrúar 1927) bóndi þar, sonur Jóns Pálmasonar alþingismanns, og kona hans Ingibjörg Eggertsdóttir (fædd 12. mars 1853, dáin 11. júní 1911) húsmóðir. Faðir Pálma Jónssonar alþingismanns og ráðherra. Maki (26. október 1916): Jónína Valgerður Ólafsdóttir (fædd 31. mars 1886, dáin 3. janúar 1980) húsmóðir. Foreldrar: Ólafur Jóhannesson og kona hans Margrét Ólafsdóttir, systir Marsibilar konu Matthíasar Ólafssonar alþingismanns. Börn: Ingibjörg (1917), Eggert Jóhann (1919), Margrét Ólafía (1921), Salome (1926), Pálmi (1929).

Búfræðipróf Hólum 1909. Við verklegt nám í gróðrarstöðinni á Akureyri vorið 1909.

Bóndi á Ytri-Löngumýri 1913–1915 og 1917–1923, á Mörk í Laxárdal 1915–1917, á Akri við Húnavatn 1923–1963, en þar átti hann heimili til æviloka. Skipaður 6. desember 1949 landbúnaðarráðherra, fór einnig með orku- og vegamál, lausn 2. mars 1950, en gegndi störfum til 14. mars.

Í hreppsnefnd Bólstaðarhlíðarhrepps 1916–1917. Oddviti Svínavatnshrepps 1919–1923. Sýslunefndarmaður Torfalækjarhrepps 1925–1929. Yfirskoðunarmaður ríkisreikninganna 1937–1963. Sat í milliþinganefnd í tilraunamálum 1939–1941. Kosinn 1942 í raforkumálanefnd. Í nýbýlastjórn 1947–1970, bankaráði Landsbankans 1953–1956. Kosinn 1955 í yfirfasteignamatsnefnd. Í bankaráði Búnaðarbankans 1956–1968, formaður 1961–1968.

Alþingismaður Austur-Húnvetninga 1933–1959 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Norðurlands vestra janúar–mars, apríl–júní og desember 1960, janúar–mars, október og nóvember 1961, febrúar, apríl og nóvember 1962, febrúar–mars og apríl 1963.

Landbúnaðarráðherra 1949–1950.

Forseti sameinaðs þings 1945–1949, 1950–1953 og 1959. 2. varaforseti neðri deildar 1942, 1. varaforseti neðri deildar 1942.

Bókin um Jón á Akri kom út 1978.

Ritstjóri: Ísafold og Vörður (1943–1953).

Æviágripi síðast breytt 27. febrúar 2020.

Áskriftir