Jón Sigurðsson

Jón Sigurðsson

Þingseta

Alþingismaður Skagfirðinga 1919–1931 (Framsóknarflokkur, Sparnaðarbandalagið, Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur), 1933–1934 og 1942–1959, landskjörinn alþingismaður (Skagfirðinga) 1934–1937 (Sjálfstæðisflokkur).

1. varaforseti sameinaðs þings 1953–1956.

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur á Reynistað í Skagafirði 13. mars 1888, dáinn 5. ágúst 1972. Foreldrar: Sigurður Jónsson (fæddur 13. júní 1848, dáinn 4. febrúar 1921) bóndi þar og kona hans Sigríður Jónsdóttir (fædd 22. apríl 1858, dáin 11. desember 1928) húsmóðir. Maki (20. September 1913): Sigrún Pálmadóttir (fædd 17. maí 1895, dáin 11. janúar 1979) húsmóðir. Foreldrar: Pálmi Þóroddsson og kona hans Anna Hólmfríður Jónsdóttir. Sonur: Sigurður (1917).

Gagnfræðapróf Akureyri 1903. Búfræðipróf Hólum 1904. Nám í lýðháskólanum í Askov 1906–1907. Búnaðarnám í Danmörku og Noregi 1907–1908.

Bústjóri föður síns á Reynistað 1908–1919. Bóndi þar frá 1919 til æviloka, frá 1947 á móti Sigurði syni sínum og í félagi við hann. Kennari í unglingaskóla í Vík í Staðarhreppi 1909–1910.

Oddviti Staðarhrepps 1919–1922. Hreppstjóri 1928–1954. Kosinn 1938 í sauðfjársjúkdómanefnd, en sagði því starfi af sér 1942. Sat í framleiðsluráði landbúnaðarins 1947–1961, í nýbýlastjórn 1947–1970. Kosinn 1954 í milliþinganefnd um brunatryggingar utan Reykjavíkur, 1959 í milliþinganefnd til að endurskoða ábúðarlög.

Alþingismaður Skagfirðinga 1919–1931 (Framsóknarflokkur, Sparnaðarbandalagið, Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur), 1933–1934 og 1942–1959, landskjörinn alþingismaður (Skagfirðinga) 1934–1937 (Sjálfstæðisflokkur).

1. varaforseti sameinaðs þings 1953–1956.

Æviágripi síðast breytt 27. febrúar 2020.

Áskriftir