Kristinn H. Gunnarsson

Kristinn H. Gunnarsson

Þingseta

Alþingismaður Vestfirðinga 1991–2003 (Alþýðubandalag, utan flokka, Framsóknarflokkur), alþingismaður Norðvesturkjördæmis 2003–2009 (Framsóknarflokkur, Frjálslyndi flokkurinn, utan flokka).

5. varaforseti Alþingis 2008–2009, 6. varaforseti Alþingis 2009.

Formaður þingflokks Framsóknarflokksins 1999–2003. Formaður þingflokks Frjálslynda flokksins 2007–2008, varaformaður 2008–2009.

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 19. ágúst 1952. Foreldrar: Gunnar H. Kristinsson (fæddur 1. nóvember 1930, dáinn 27. ágúst 2000) hitaveitustjóri og kona hans Auðbjörg Brynjólfsdóttir (fædd 1. nóvember 1929, dáin 17. janúar 2000) starfsmaður heimilishjálpar í Reykjavík, móðir Gunnars Birgissonar fyrrverandi alþingismanns. Maki 1 (17. júní 1976): Aldís Rögnvaldsdóttir (fædd 29. mars 1956) framkvæmdastjóri. Þau skildu. Foreldrar: Rögnvaldur Karstein Guðmundsson og kona hans Erla Sigurgeirsdóttir. Maki 2: Elsa B. Friðfinnsdóttir (fædd 9. október 1959) hjúkrunarfræðingur. Foreldrar: Friðfinnur Friðfinnsson og kona hans Rannveig Ragnarsdóttir. Börn Kristins og Aldísar: Dagný (1978), Erla (1979), Rögnvaldur Karstein (1981), Rakel (1985).

Stúdentspróf MR 1972. BS-próf í stærðfræði HÍ 1979.

Kennari við Grunnskóla Tálknafjarðar 1973, Grunnskóla Bolungarvíkur 1974–1975 og 1979–1981, Gagnfræðaskóla Sauðárkróks 1975–1976, við Fjölbrautaskólann við Ármúla og Fjölbrautaskólann í Breiðholti 1977–1979. Skrifstofustjóri hjá Jóni Fr. Einarssyni, byggingarþjónustu, í Bolungarvík 1981–1986, starfsmaður Bókhaldsþjónustunnar þar 1986–1991.

Bæjarfulltrúi í Bolungarvík 1982–1998, í bæjarráði 1986–1991, 1994–1995 og 1997–1998. Formaður stjórnar kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum 1982–1985. Formaður Verslunarmannafélags Bolungarvíkur 1982–1992. Formaður knattspyrnudeildar UMFB 1984–1988. Í framkvæmdastjórn Landssambands íslenskra verslunarmanna 1987–1991. Í flugráði 1987–1991. Í stjórnarnefnd um Skipaútgerð ríkisins 1989–1992. Í framkvæmdastjórn Alþýðubandalagsins 1989–1998. Í stjórn Húsnæðisstofnunar ríkisins 1991–1995. Í stjórnskipaðri nefnd um sameiningu sveitarfélaga frá 1991. Í stjórn Byggðastofnunar 1995–1999, formaður stjórnar 2000–2002. Í framkvæmdastjórn, landsstjórn og miðstjórn Framsóknarflokksins 1999–2007. Í tryggingaráði 2003–2004.

Alþingismaður Vestfirðinga 1991–2003 (Alþýðubandalag, utan flokka, Framsóknarflokkur), alþingismaður Norðvesturkjördæmis 2003–2009 (Framsóknarflokkur, Frjálslyndi flokkurinn, utan flokka).

5. varaforseti Alþingis 2008–2009, 6. varaforseti Alþingis 2009.

Formaður þingflokks Framsóknarflokksins 1999–2003. Formaður þingflokks Frjálslynda flokksins 2007–2008, varaformaður 2008–2009.

Félagsmálanefnd 1991–1995, allsherjarnefnd 1991–1995, fjárlaganefnd 1995–1999, sérnefnd um fjárreiður ríkissins 1995–1997, sjávarútvegsnefnd 1998–2004 og 2005–2007 (formaður 1998–1999), menntamálanefnd 1999–2003, landbúnaðarnefnd 1999–2003 og 2006–2007, efnahags- og viðskiptanefnd 1999–2004, sérnefnd um stjórnarskrármál 1999–2002, 2003 og 2004, iðnaðarnefnd 2003–2004 og 2007 (form. 2003–2004), samgöngunefnd 2003–2004, umhverfisnefnd 2005–2007 og 2009, félags- og tryggingamálanefnd 2007–2009, utanríkismálanefnd 2007–2009, heilbrigðisnefnd 2009.

Íslandsdeild þingmannanefndar EFTA 1999–2003 og 2005–2006, Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins 2003–2004 og 2006–2007, Íslandsdeild VES-þingsins 2007–2009.

Ritstjóri: Vestfirðingur, málgagn Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum (1990–1998).

Æviágripi síðast breytt 19. febrúar 2020.

Upplýsingar um nefndarstörf ná aftur til ársins 1991 (115. löggjafarþing). Sjá annars nefndasetur

Áskriftir