Magnús Gíslason

Þingseta

Þjóðfundarmaður Mýramanna 1851.

  Þingstörf

  Æviágrip

  Fæddur á Signýjarstöðum í Hálsasveit 9. júní 1814, dáinn 5. júní 1867. Foreldrar: Gísli Guðmundsson (fæddur 26. maí 1774, dáinn 8. febrúar 1836) prestur í Hítarnesþingum og kona hans Ragnhildur Gottskálksdóttir (fædd 1772, dáin 24. janúar 1856) húsmóðir. Maki (4. október 1855): Helga Ámundadóttir (fædd 1. mars 1833, dáin 15. maí 1912) húsmóðir. Foreldrar: Ámundi Halldórsson og kona hans Guðbjörg Jónsdóttir. Synir: Ásgeir Helgi (1858), Þorbjörn (1859), Magnús Húnbogi (1861), Rögnvaldur (1866). Börn Magnúsar og Steinunnar Gísladóttur: Eyjólfur (1841), Karlotta Elín (1848).

  Stúdentspróf Bessastöðum 1837.

  Skrifari hjá Bjarna Thorsteinson amtmanni á Arnarstapa 1837–1842 og skrifari á Vogi hjá Morten Fredrik Lund sýslumanni í Mýrasýslu 1842–1847. Settur sýslumaður í Mýrasýslu 1847, er Lund fluttist til Danmerkur, og gegndi því embætti fram á næsta ár. Settur sýslumaður í Ísafjarðarsýslu 1848, að nýju í Mýrasýslu 1850 og í Ísafjarðarsýslu 1851–1854, settur enn að nýju sýslumaður í Mýrasýslu 1860 fram á næsta ár, settur sýslumaður í Dalasýslu 1861–1865. Hafði umboð Barðastrandar- og Álftafjarðarjarða 1848–1857. Hafði bú í Hítardal 1848–1851. Bóndi á Hallsstöðum á Langadalsströnd 1855–1857, í Álftártungu á Mýrum 1857–1864 og á Hrafnabjörgum í Hörðudal frá 1864 til æviloka.

  Þjóðfundarmaður Mýramanna 1851.

  Æviágripi síðast breytt 25. febrúar 2016.