Magnús Guðmundsson

Magnús Guðmundsson

Þingseta

Alþingismaður Skagfirðinga 1916–1937, landskjörinn alþingismaður (Skagfirðinga) 1937 (utan flokka, Utanflokkabandalagið, Sparnaðarbandalagið, Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur).

Fjármálaráðherra 1920–1922, atvinnumálaráðherra 1924–1927, dómsmálaráðherra 1932–1934.

1. varaforseti neðri deildar 1918–1920 og 1924, 1. varaforseti sameinaðs þings 1937.

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur á Rútsstöðum í Svínadal 6. febrúar 1879, dáinn 28. nóvember 1937. Foreldrar: Guðmundur Þorsteinsson (fæddur 18. febrúar 1847, dáinn 11. febrúar 1931) bóndi þar og kona hans Björg Magnúsdóttir (fædd 10. september 1849, dáin 24. desember 1920) húsmóðir. Maki (12. október 1907): Sofia Bogadóttir (fædd 6. október 1878, dáin 3. mars 1948) húsmóðir. Foreldrar: Bogi Laurentius Martinus Smith og kona hans Oddný Þorsteinsdóttir, föðursystir Magnúsar. Börn: Bogi Smith (1909), Björg (1912), Þóra (1913).

Stúdentspróf Lsk. 1902. Lögfræðipróf Hafnarháskóla 1907. Hrl. 1923.

Aðstoðarmaður í atvinnu- og samgöngumálaráðuneytinu 1907–1912 (1. janúar—31. mars 1909 vann hann þó í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu). Jafnframt fulltrúi hjá Eggert Claessen yfirréttarmálaflutningsmanni og málaflutningsmaður Landsbankans. Skipaður 1912 til þess að takast á hendur rannsókn á gjaldkeramáli Landsbankans. Sýslumaður í Skagafjarðarsýslu 1912–1918, sat á Sauðárkróki. Skipaður 1918 skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu. Skipaður 25. febrúar 1920 fjármálaráðherra og 2. febrúar 1922 jafnframt atvinnu- og samgöngumálaráðherra eftir lát Péturs Jónssonar (20. janúar 1922), lausn 2. mars 1922, en gegndi störfum áfram til 7. mars. Málaflutningsmaður í Reykjavík 1922–1924, 1927–1932 og frá 1934 til æviloka. Skipaður 22. mars 1924 atvinnu- og samgöngumálaráðherra, jafnframt forsætis-, dóms- og kirkjumálaráðherra eftir lát Jóns Magnússonar (23. júní 1926) til 8. júlí 1926, en þá tók Jón Þorláksson fjármálaráðherra við störfum forsætisráðherra. Skipaður 8. júlí 1926 atvinnu- og samgöngumálaráðherra og jafnframt dóms- og kirkjumálaráðherra, lausn 28. júlí 1927, en gegndi störfum áfram til 28. ágúst. Skipaður 3. júní 1932 dómsmálaráðherra, lausn 11. nóvember, en skipaður að nýju 23. desember 1932, lausn 16. nóvember 1933, en gegndi störfum áfram til 28. júlí 1934.

Í miðstjórn Íhaldsflokksins frá stofnun hans 1924 og síðan í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins um skeið. Yfirskoðunarmaður landsreikninganna 1922 og 1928–1929. Stofnandi vikublaðsins Varðar 1923. Sat í Þingvallanefnd frá 1928, landsbankanefnd frá 1928, dansk-íslensku ráðgjafarnefndinni frá 1934 og í stjórn kreppulánasjóðs bæjar- og sveitarfélaga frá 1936, allra til æviloka. Sat og um skeið í stjórnarnefnd vátryggingarsjóðs sjómanna. Skipaður 1929 í milliþinganefnd um tolla- og skattalöggjöf, 1936 í milliþinganefnd til að undirbúa löggjöf um tekjustofna bæjar- og sveitarfélaga. Kosinn 1937 í milliþinganefnd í bankamálum.

Alþingismaður Skagfirðinga 1916–1937, landskjörinn alþingismaður (Skagfirðinga) 1937 (utan flokka, Utanflokkabandalagið, Sparnaðarbandalagið, Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur).

Fjármálaráðherra 1920–1922, atvinnumálaráðherra 1924–1927, dómsmálaráðherra 1932–1934.

1. varaforseti neðri deildar 1918–1920 og 1924, 1. varaforseti sameinaðs þings 1937.

Æviágripi síðast breytt 29. apríl 2020.

Áskriftir