Magnús Kjartansson

Magnús Kjartansson

Þingseta

Alþingismaður Reykvíkinga 1967–1978 (Alþýðubandalag).

Landskjörinn varaþingmaður (Hafnfirðinga) janúar–febrúar, mars–maí, október og nóvember 1950, mars 1951, janúar og október–nóvember 1952 (Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn), varaþingmaður Reykvíkinga desember 1965 (Alþýðubandalag).

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og iðnaðarráðherra 1971–1974.

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur á Stokkseyri 25. febrúar 1919, dáinn 28. júlí 1981. Foreldrar: Kjartan Ólafsson (fæddur 16. maí 1894, dáinn 15. maí 1971) verkamaður þar, síðar lögregluþjónn í Hafnarfirði o. fl. og kona hans Sigrún Guðmundsdóttir (fædd 8. ágúst 1894, dáin 22. janúar 1980) húsmóðir. Kona (22. janúar 1944) Kristrún Ágústsdóttir (fædd 9. apríl 1920, dáin 20. desember 2014) húsmóðir. Foreldrar: Ágúst Guðjónsson og kona hans Sigríður Jónsdóttir. Dóttir: Ólöf (1947).

Stúdentspróf MR 1938. Við verkfræðinám í Danmarks Tekniske Højskole og Polyteknisk Læreanstalt 1938–1940. Við norrænunám í Hafnarháskóla 1940–1943, síðar við háskólana í Lundi og Stokkhólmi.

Ritstjóri í Reykjavík 1947–1971. Skipaður 14. júlí 1971 heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og iðnaðarráðherra, lausn 2. júlí 1974, en gegndi störfum til 28. ágúst.

Átti sæti í menntamálaráði 1946–1953 og 1956–1963. Þingkjörinn fulltrúi Íslands á þingum Norðurlandaráðs 1967–1968, 1969–1971 og 1974–1978. Kosinn í orkuráð 1975. Sat allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna 1978.

Alþingismaður Reykvíkinga 1967–1978 (Alþýðubandalag).

Landskjörinn varaþingmaður (Hafnfirðinga) janúar–febrúar, mars–maí, október og nóvember 1950, mars 1951, janúar og október–nóvember 1952 (Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn), varaþingmaður Reykvíkinga desember 1965 (Alþýðubandalag).

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og iðnaðarráðherra 1971–1974.

Samdi nokkrar bækur um heimsmálin og þýddi allmargar bækur, skrifaði auk þess fjölda tímarits- og blaðagreina. Hlaut verðlaun úr Móðurmálssjóði Björns Jónssonar ritstjóra 1967.

Ritstjóri: Þjóðviljinn (1947–1971).

Æviágripi síðast breytt 10. febrúar 2020.

Áskriftir