Magnús Torfason

Magnús Torfason

Þingseta

Alþingismaður Rangæinga 1900–1901 (Framfaraflokkurinn), alþingismaður Ísafjarðar 1916–1919 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri), alþingismaður Árnesinga 1923–1933 (utan flokka, Framsóknarflokkur), landskjörinn alþingismaður (Árnesinga) 1934–1937 (Bændaflokkurinn, utan flokka).

Forseti sameinaðs þings 1927–1929. 1. varaforseti efri deildar 1916–1917, varaforseti sameinaðs þings 1918–1919.

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 12. maí 1868, dáinn 14. ágúst 1948. Foreldrar: Torfi Magnússon (fæddur 30. júlí 1835, dáinn 29. apríl 1917) bókhaldari í Vestmannaeyjum og kona hans Jóhanna Sigríður Margrét Jóhannsdóttir (fædd 22. júní 1839, dáin 4. apríl 1910) húsmóðir. Maki (22. júlí 1895): Petrine Thora Camilla Stefánsdóttir (fædd 10. október 1864, dáin 25. október 1927) kennari. Þau skildu. Foreldrar: Stefán Bjarnarson og kona hans Karen Emilie Bjarnarson. Systir Bjarnar Bjarnarsonar sýslumanns og alþingismanns og Þorbjargar konu Klemensar Jónssonar ráðherra og alþingismanns. Börn: Jóhanna Dagmar (1896), Brynjólfur (1897).

Stúdentspróf Lsk. 1889. Lögfræðipróf Hafnarháskóla 1894.

Sýslumaður í Rangárvallasýslu 1894–1904, sat í Árbæ í Holtum. Sýslumaður í Ísafjarðarsýslu og bæjarfógeti á Ísafirði 1904–1921. Sýslumaður í Árnessýslu 1921–1936, sat fyrst á Selfossi, en síðan á Eyrarbakka. Fluttist síðan til Reykjavíkur og átti þar heima til æviloka.

Sat í fulltrúaráði Útvegsbankans 1930–1932, í bankaráði 1936–1943.

Alþingismaður Rangæinga 1900–1901 (Framfaraflokkurinn), alþingismaður Ísafjarðar 1916–1919 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri), alþingismaður Árnesinga 1923–1933 (utan flokka, Framsóknarflokkur), landskjörinn alþingismaður (Árnesinga) 1934–1937 (Bændaflokkurinn, utan flokka).

Forseti sameinaðs þings 1927–1929. 1. varaforseti efri deildar 1916–1917, varaforseti sameinaðs þings 1918–1919.

Æviágripi síðast breytt 17. ágúst 2020.