Ólafur Ólafsson

Ólafur Ólafsson

Þingseta

Alþingismaður Rangæinga 1891–1892, alþingismaður Austur-Skaftfellinga 1900–1901, alþingismaður Árnesinga 1903–1908 (Framfaraflokkurinn, Framsóknarflokkurinn eldri, Þjóðræðisflokkurinn).

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur í Viðey 24. september 1855, dáinn 26. nóvember 1937. Foreldrar: Ólafur Ólafsson (fæddur 20. júní 1831, dáinn 12. nóvember 1911) síðar bæjarfulltrúi í Lækjarkoti í Reykjavík og 1. kona hans Ragnheiður Þorkelsdóttir (fædd 3. apríl 1833, dáin 7. september 1882) húsmóðir. Maki (7. september 1880): Guðríður Guðmundsdóttir (fædd 21. nóvember 1853, dáin 7. janúar 1940) húsmóðir. Foreldrar: Guðmundur Johnsen og kona hans Guðrún Georgsdóttir Hjaltested. Sonur: Guðmundur (1881).

Stúdentspróf Lsk. 1877. Guðfræðipróf Prestaskólanum 1880.

Kennari í Barðastrandarsýslu 1877–1878. Fékk Selvogsþing 1880, Holtaþing 1884, sat í Guttormshaga, fékk Arnarbæli í Ölfusi 1893, lausn frá fardögum 1903. Gerðist prestur Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík 1903 og forstöðumaður (prestur) utanþjóðkirkjusafnaðarins í Hafnarfirði 1913. Lét af prestsstörfum í Reykjavík 1922 og í Hafnarfirði 1930. Prestur við sjúkrahúsið að Kleppi. Kenndi mörgum piltum undir skóla.

Alþingismaður Rangæinga 1891–1892, alþingismaður Austur-Skaftfellinga 1900–1901, alþingismaður Árnesinga 1903–1908 (Framfaraflokkurinn, Framsóknarflokkurinn eldri, Þjóðræðisflokkurinn).

Ritstjóri: Fjallkonan (1902–1904).

Æviágripi síðast breytt 29. apríl 2020.

Áskriftir