Ólafur Sívertsen

Ólafur Sívertsen

Þingseta

Alþingismaður Barðstrendinga 1852–1860.

    Þingstörf

    Æviágrip

    Fæddur á Núpi í Haukadal í Dalasýslu 24. maí 1790, dáinn 27. maí 1860. Foreldrar: Sigurður Sigurðsson (fæddur 1763, dáinn 11. maí 1826) síðar bóndi á Fjarðarhorni í Hrútafirði og kona hans Katrín Þorvaldsdóttir (fædd 1766, dáin 26. janúar 1819) húsmóðir. Bróðir Þorvalds Sívertsens alþingismanns, faðir Eiríks Kúlds alþingismanns og Katrínar konu Guðmundar Einarssonar alþingismanns. Maki (6. október 1821): Jóhanna Friðrika Eyjólfsdóttir (fædd 31. maí 1798, dáin 23. ágúst 1865) húsmóðir. Foreldrar: Eyjólfur Kolbeinsson og kona hans Anna María Pétursdóttir Kúld. Börn: Eiríkur Kúld (1822), Katrín (1823), Eggert Theodór (1829).

    Stúdent 1816 úr heimaskóla hjá Páli Hjálmarssyni presti á Stað á Reykjanesi.

    Var í þjónustu Guðmundar Schevings kaupmanns í Flatey og síðan í þjónustu Eiríks Kúlds kaupmanns. Hóf búskap í Flatey vorið 1821. Prestur í Flatey 1823–1860. Prófastur 1840–1860.

    Stofnaði Framfarafélag Flateyjar á giftingardegi sínum 1821. Hann fékkst við lækningar.

    Alþingismaður Barðstrendinga 1852–1860.

    Æviágripi síðast breytt 2. mars 2016.

    Áskriftir