Óli Þ. Guðbjartsson

Óli Þ. Guðbjartsson

Þingseta

Alþingismaður Suðurlands 1987–1991 (Borgaraflokkur).

Varaþingmaður Suðurlands febrúar 1985 (Sjálfstæðisflokkur).

Dóms- og kirkjumálaráðherra 1989–1991.

1. varaforseti neðri deildar 1987–1989.

Formaður þingflokks Borgaraflokksins 1988–1989.

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur á Bíldudal 27. ágúst 1935. Foreldrar: Guðbjartur Ólason (fæddur 16. júní 1911, dáinn 10. desember 2003) skipstjóri þar og kona hans María Guðmundsdóttir (fædd 9. september 1913, dáin 27. apríl 1975) húsmóðir. Maki (24. mars 1962): Þuríður Svava Kjartansdóttir (fædd 9. maí 1933, dáin 18. júní 2011) húsmóðir. Foreldrar: Kjartan Magnússon og kona hans Anna Guðmundsdóttir. Börn: Kjartan (1961), Anna María (1964), Guðbjartur (1969).

Kennarapróf KÍ 1955. Framhaldsnám í sögu og dönsku við Kennaraháskólann í Kaupmannahöfn 1957–1959. Framhaldsnám í skólastjórn við háskólann í Suður-Flórída, Bandaríkjunum, 1979–1980.

Kennari við Barnaskóla Selfoss 1955–1957. Kennari við Gagnfræðaskólann á Selfossi (síðar Sólvallaskóla) 1959–1970, skólastjóri 1970–1987 og 1991–2001. Skipaður 10. september 1989 dóms- og kirkjumálaráðherra, lausn 23. apríl 1991, en gegndi störfum til 30. apríl.

Í hreppsnefnd Selfoss 1962–1978, oddviti 1970–1978. Í bæjarstjórn Selfoss 1978–1986, forseti bæjarstjórnar 1982–1983 og 1984–1985. Formaður fræðsluráðs Suðurlands 1975–1987. Formaður FUS í Árnessýslu 1963–1967. Í stjórn fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Árnessýslu 1963–1968. Í stjórn SUS 1965–1969. Í Norðurlandaráði 1987–1989. Í Vestnorræna þingmannaráðinu 1987–1989.

Alþingismaður Suðurlands 1987–1991 (Borgaraflokkur).

Varaþingmaður Suðurlands febrúar 1985 (Sjálfstæðisflokkur).

Dóms- og kirkjumálaráðherra 1989–1991.

1. varaforseti neðri deildar 1987–1989.

Formaður þingflokks Borgaraflokksins 1988–1989.

Æviágripi síðast breytt 18. febrúar 2020.

Áskriftir