Páll Zóphóníasson

Páll Zóphóníasson

Þingseta

Alþingismaður Norður-Múlasýslu 1934–1959 (Framsóknarflokkur).

2. varaforseti neðri deildar 1934–1937, 1. varaforseti efri deildar 1959.

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Viðvík í Skagafirði 18. nóvember 1886, dáinn 1. desember 1964. Foreldrar: Zóphónías Halldórsson (fæddur 11. júní 1845, dáinn 3. janúar 1908) prófastur þar og kona hans Jóhanna Sophia Jónsdóttir (fædd 10. apríl 1855, dáin 2. janúar 1931) húsmóðir, dóttir Jóns Péturssonar alþingismanns og háyfirdómara. Maki (4. maí 1912): Guðrún Þuríður Hannesdóttir (fædd 11. maí 1881, dáin 11. nóvember 1963) húsmóðir. Foreldrar: Hannes Magnússon og kona hans Vigdís Jónsdóttir. Börn: Unnur (1913), Zóphónías (1915), Páll Agnar (1919), Hannes (1920), Hjalti (1922), Vigdís (1924). Sonur Páls og Jakobínu Þorleifsdóttur: Ragnar (1911).

Búfræðipróf Hólum 1905. Framhaldsnám 1905–1909 hjá Ræktunarfélagi Norðurlands, Stövring-lýðskóla og Askov-lýðháskóla, Ladelund-búnaðarskóla og landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn. Próf þaðan 1909. Ferð um Noreg og Svíþjóð sumarið 1909. Námsdvöl í Noregi og Danmörku 1925–1926.

Kennari á Hvanneyri 1909–1920. Vann hjá Ræktunarfélagi Norðurlands sumarið 1910, mældi jarðabætur í ýmsum sýslum sumurin 1911–1913. Bóndi á Kletti í Reykholtsdal 1914–1920. Skólastjóri á Hólum 1920–1928. Ráðunautur Búnaðarfélags Íslands í nautgriparækt 1928–1951, í sauðfjárrækt 1928–1936. Búnaðarmálastjóri 1950–1956. Hafði eftirlit með forðagæslustarfi 1956–1962.

Formaður Ungmennasambands Borgarfjarðar 1912–1914. Fulltrúi á Búnaðarþingi 1920–1927. Oddviti Hólahrepps um skeið. Í ríkisskattanefnd 1931–1962. Í yfirfasteignamatsnefnd við matið 1930, 1940 og 1956. Formaður kjötverðlagsnefndar 1934–1942, mjólkurverðlagsnefndar 1934–1948. Í úthlutunarnefnd jeppabifreiða 1946–1958.

Alþingismaður Norður-Múlasýslu 1934–1959 (Framsóknarflokkur).

2. varaforseti neðri deildar 1934–1937, 1. varaforseti efri deildar 1959.

Samdi rit og fjölda greina um búfjárrækt, erfðafræði, hagfræði og félagsmál.

Ritstjóri: Freyr (1916–1922). Búnaðarrit (1950–1956).

Æviágripi síðast breytt 17. apríl 2020.

Áskriftir