Petrína Baldursdóttir

Petrína Baldursdóttir

Þingseta

Alþingismaður Reyknesinga 1993–1995 (Alþýðuflokkur).

Varaþingmaður Reyknesinga desember 1995, október–nóvember 1996 og nóvember 1997.

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fædd á Ísafirði 18. september 1960. Foreldrar: Baldur Sigurbaldursson (fæddur 26. janúar 1930) skipstjóri og kona hans Valgerður María Guðjónsdóttir (fædd 17. mars 1928) bókavörður. Maki (26. desember 1985): Frímann Ólafsson (fæddur 20. mars 1957) grunnskólakennari. Foreldrar: Ólafur Nicolaisson og kona hans Guðrún Bentína Frímannsdóttir. Börn: Sigurbaldur (1985), Guðrún Bentína (1988).

Próf Fósturskóla Íslands 1982.

Fóstra við Öskjuhlíðarskóla 1982–1984. Forstöðukona við Leikskólann í Grindavík 1984–1993.

Í félagsmálaráði Grindavíkur síðan 1986. Í flokksstjórn Alþýðuflokksins síðan 1990 og framkvæmdastjórn síðan 1992. Í framkvæmdastjórn Sambands Alþýðuflokkskvenna. Formaður FUJ í Grindavík. Í stjórn Fóstrufélags Íslands. Í Vestnorræna þingmannaráðinu 1993–1995. Fulltrúi í Þingmannasamtökum Norður-Atlantshafsríkjanna 1993–1994. Í tryggingaráði 1995.

Alþingismaður Reyknesinga 1993–1995 (Alþýðuflokkur).

Varaþingmaður Reyknesinga desember 1995, október–nóvember 1996 og nóvember 1997.

Æviágripi síðast breytt 21. apríl 2020.