Pétur Magnússon

Pétur Magnússon

Þingseta

Landskjörinn alþingismaður 1930–1933, alþingismaður Rangæinga 1933–1937, landskjörinn alþingismaður (Reykvíkinga) 1942–1946, alþingismaður Reykvíkinga 1946–1948 (Sjálfstæðisflokkur).

Fjármálaráðherra 1944–1947.

Milliþingaforseti efri deildar 1933.

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur á Gilsbakka í Hvítársíðu 10. janúar 1888, dáinn 26. júní 1948. Foreldrar: Magnús Andrésson (fæddur 30. júní 1845, dáinn 31. júlí 1922) prófastur og alþingismaður og kona hans Sigríður Pétursdóttir Sívertsen (fædd 15. júní 1860, dáin 24. ágúst 1917) húsmóðir. Faðir Ásgeirs Péturssonar varaþingmanns. Maki (4. nóvember 1916): Þórunn Ingibjörg Guðmundsdóttir (fædd 6. júní 1895, dáin 14. janúar 1966) húsmóðir. Foreldrar: Guðmundur Viborg og kona hans Helga Bjarnadóttir. Börn: Magnús (1914), Guðmundur (1917), Sigríður (1919), Ásgeir (1922), Andrés (1924), Stefán (1926), Þorbjörg (1928), Pétur (1931). Sonur Péturs og Láru Eggertsdóttur: Gunnar Már (1919).

Stúdentspróf MR 1911. Lögfræðipróf HÍ 1915. Yfirréttarmálaflutningsmaður 1915. Hrl. 1922.

Málaflutningsmaður í Reykjavík 1915–1941 og 1947. Jafnframt starfsmaður við Landsbankann 1915–1920. Bankastjóri Búnaðarbankans 1930–1937. Bankastjóri Landsbankans 1941–1945. Skipaður 21. október 1944 fjármála-, viðskiptamála- og landbúnaðarráðherra, lausn 10. október 1946, en gegndi embættinu til 4. febrúar 1947. Bankastjóri Landsbankans á ný 1947–1948.

Bæjarfulltrúi í Reykjavík 1922–1928, forseti bæjarstjórnar 1924–1926. Framkvæmdastjóri Ræktunarsjóðs 1924–1929. Formaður Málflutningsmannafélags Íslands 1926–1930. Átti sæti í milliþinganefnd í kjördæmaskipunarmálinu 1931–1932, í landsbankanefnd 1938–1941. Í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins 1932–1948, varaformaður flokksins frá 1937. Skipaður 1943 formaður milliþinganefndar í skattamálum.

Landskjörinn alþingismaður 1930–1933, alþingismaður Rangæinga 1933–1937, landskjörinn alþingismaður (Reykvíkinga) 1942–1946, alþingismaður Reykvíkinga 1946–1948 (Sjálfstæðisflokkur).

Fjármálaráðherra 1944–1947.

Milliþingaforseti efri deildar 1933.

Æviágripi síðast breytt 20. apríl 2020.

Áskriftir