Salome Þorkelsdóttir

Salome Þorkelsdóttir

Þingseta

Landskjörinn alþingismaður (Reyknesinga) 1979–1983, alþingismaður Reyknesinga 1983–1995 (Sjálfstæðisflokkur).

Forseti efri deildar 1983–1987, forseti sameinaðs þings 1991, forseti Alþingis 1991–1995. 2. varaforseti efri deildar 1987–1988, 1. varaforseti sameinaðs þings 1988–1991.

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fædd í Reykjavík 3. júlí 1927. Foreldrar: Þorkell Sigurðsson (fæddur 18. febrúar 1898, dáinn 1. mars 1969) vélstjóri þar, bróðir Ásgeirs Sigurðssonar varaþingmanns, og kona hans Anna Þorbjörg Sigurðardóttir (fædd 18. september 1900, dáin 6. maí 2000) húsmóðir. Maki (22. febrúar 1947): Jóel Kristinn Jóelsson (fæddur 22. janúar 1921, dáinn 16. júní 2007) garðyrkjubóndi. Foreldrar: Jóel Kristinn Jónsson og kona hans Margrét Jóna Sveinsdóttir. Börn: Anna (1947), Jóel Kristinn (1951), Þorkell (1952).

Kvennaskólapróf Reykjavík 1945.

Húsmóðir. Skrifstofustörf 1945–1947 og 1967–1979, aðalgjaldkeri Mosfellshrepps 1972–1979.

Formaður stjórnar Tjaldanesheimilisins 1974–1980. Í hreppsnefnd Mosfellshrepps 1966–1982, varaoddviti 1978–1981 og oddviti 1981–1982. Formaður Samtaka sveitarfélaga í Reykjaneskjördæmi 1975–1979. Formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Kjósarsýslu 1972–1980. Í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins 1973–1987 og frá 1989. Skipuð af menntamálaráðherrra 1983 í vinnuhóp um heimili og skóla. Fulltrúi Íslands í Þingmannasamtökum Norður-Atlantshafsríkjanna 1987–1991.

Landskjörinn alþingismaður (Reyknesinga) 1979–1983, alþingismaður Reyknesinga 1983–1995 (Sjálfstæðisflokkur).

Forseti efri deildar 1983–1987, forseti sameinaðs þings 1991, forseti Alþingis 1991–1995. 2. varaforseti efri deildar 1987–1988, 1. varaforseti sameinaðs þings 1988–1991.

Æviágripi síðast breytt 18. mars 2020.

Áskriftir