Sigfús Sigurhjartarson

Sigfús Sigurhjartarson

Þingseta

Landskjörinn alþingismaður (Reykvíkinga) 1942, alþingismaður Reykvíkinga 1942–1949 (Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn).

2. varaforseti neðri deildar 1942–1946.

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur á Urðum í Svarfaðardal 6. febrúar 1902, dáinn 15. mars 1952. Foreldrar: Sigurhjörtur Jóhannesson (fæddur 6. febrúar 1855, dáinn 29. janúar 1926) bóndi þar og 2. kona hans Sigríður Friðrika Sigurðardóttir (fædd 10. maí 1859, dáin 29. apríl 1914) húsmóðir. Faðir Öddu Báru varaþingmanns. Hálfbróðir mæðra Gísla Jónssonar varaþingmanns og Hjartar E. Þórarinssonar varaþingmanns. Maki (30. maí 1925): Sigríður Stefánsdóttir (fædd 6. ágúst 1900, dáin 23. desember 1974) húsmóðir. Foreldrar: Stefán Sigurðsson og kona hans Guðrún Erlendsdóttir. Börn: Adda Bára (1926), Hulda Heiður (1929), Stefán Hilmar (1934).

Gagnfræðapróf Akureyri 1920. Stúdent MR 1924. Guðfræðipróf HÍ 1928.

Kennari við Gagnfræðaskóla Reykvíkinga 1928–1942. Stundakennari við Samvinnuskólann 1928–1930 og Gagnfræðaskólann í Reykjavík 1928–1933. Vann við ritstjórn og blaðamennsku jafnan eftir 1934.

Yfirskoðunarmaður ríkisreikninga 1934–1936. Formaður nefndar til undirbúnings lögum um alþýðutryggingar og endurskoðun framfærslulaga 1935. Formaður útvarpsráðs 1935–1939. Í tryggingaráði 1936–1939 og 1944–1952. Í stjórn KRON frá 1940, formaður frá 1945. Í bæjarstjórn Reykjavíkur og bæjarráði frá 1942 til æviloka. Í milliþinganefnd um skólamál 1943–1946. Stórtemplar IOGT 1931–1934.

Landskjörinn alþingismaður (Reykvíkinga) 1942, alþingismaður Reykvíkinga 1942–1949 (Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn).

2. varaforseti neðri deildar 1942–1946.

Greinar eftir hann og ræður voru gefnar út 1953: Sigurbraut fólksins.

Ritstjóri: Nýtt land (1938). Þjóðviljinn (1938–1946). Nýtt dagblað (1941–1942).

Æviágripi síðast breytt 20. apríl 2020.

Áskriftir