Sigurður Bjarnason

Sigurður Bjarnason

Þingseta

Alþingismaður Norður-Ísfirðinga 1942–1959, alþingismaður Vestfirðinga 1963–1970 (Sjálfstæðisflokkurinn).

Varaþingmaður Vestfirðinga febrúar— júní og desember 1960, janúar–febrúar og febrúar 1961, mars–apríl 1962 og febrúar–mars 1963, landskjörinn varaþingmaður (Vestfirðinga) október–nóvember 1962, apríl 1963.

Forseti neðri deildar 1949–1956 og 1963–1970. 2. varaforseti neðri deildar 1946–1949, 1. varaforseti efri deildar 1959.

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Vigur á Ísafjarðardjúpi 18. desember 1915, dáinn 5. janúar 2012. Foreldrar: Bjarni Sigurðsson (fæddur 24. júlí 1889, dáinn 30. júlí 1974) bóndi þar, sonur Sigurðar Stefánssonar alþingismanns, bróður Stefáns Stefánssonar alþingismanns og skólameistara, og kona hans Björg Björnsdóttir (fædd 7. júlí 1889, dáin 24. jan. 1977) húsmóðir. Bróðir Sigurlaugar Bjarnadóttur alþingismanns. Maki (5. febrúar 1956): Ólöf Pálsdóttir (fædd 14. apríl 1920, dáin 21. febrúar 2018) myndhöggvari. Foreldrar: Páll Ólafsson, mágur Vilmundar Jónssonar alþingismanns, og kona hans Hildur Stefánsdóttir, föðursystir Ólafs Björnssonar alþingismanns. Börn: Hildur Helga (1956), Ólafur Páll (1960).

Stúdentspróf MA 1936. Lögfræðipróf HÍ 1941. Framhaldsnám í Cambridge í Englandi 1945.

Blaðamaður og ritstjóri í Reykjavík 1941–1969. Skip. 1970 sendiherra í Danmörku, Írlandi og Tyrklandi og 1973 sendiherra í Kína. Skipaður 1976 sendiherra í Englandi, Hollandi og Nígeríu. Starfaði í utanríkisráðuneytinu í Reykjavík 1982–1985, var sendiherra á Kýpur frá 1983 og í Túnis og Indlandi frá 1984 með aðsetur í Reykjavík.

Forseti bæjarstjórnar Ísafjarðar 1946–1950. Stjórnarformaður menningarsjóðs blaðamanna 1946–1962. Skipaður 1947 í undirbúningsnefnd löggjafar um þjóðleikhús. Í útvarpsráði 1947–1970, formaður þess 1959. Skipaður 1951 í endurskoðunarnefnd laga um skipun prestakalla og endurskoðunarnefnd íþróttalaga. Í Norðurlandaráði 1953–1959 og 1963–1970, formaður Íslandsdeildar og einn af forsetum ráðsins 1953–1956, 1958–1959 og 1963–1970. Kosinn 1956 í milliliðagróðanefnd. Formaður Blaðamannafélags Íslands 1957–1958 og formaður Norræna blaðamannasambandsins sömu ár. Í Þingvallanefnd 1957–1970 og í úthlutunarnefnd atvinnuaukningarfjár 1959–1960. Í úthlutunarnefnd listamannalauna 1961–1966. Í stjórn Atvinnubótasjóðs, síðar Atvinnujöfnunarsjóðs 1962–1970. Skip. 1962 í nefnd til að gera tillögur um framtíðarskipan ferðamála á Íslandi og 1966 í endurskoðunarnefnd hafnalaga. Kosinn 1966 í endurskoðunarnefnd laga um þingsköp Alþingis. Skipaður 1968 í endurskoðunarnefnd laga um utanríkisráðuneyti Íslands og fulltrúa þess erlendis. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1960–1962. Formaður Norræna félagsins 1965–1970.

Alþingismaður Norður-Ísfirðinga 1942–1959, alþingismaður Vestfirðinga 1963–1970 (Sjálfstæðisflokkurinn).

Varaþingmaður Vestfirðinga febrúar— júní og desember 1960, janúar–febrúar og febrúar 1961, mars–apríl 1962 og febrúar–mars 1963, landskjörinn varaþingmaður (Vestfirðinga) október–nóvember 1962, apríl 1963.

Forseti neðri deildar 1949–1956 og 1963–1970. 2. varaforseti neðri deildar 1946–1949, 1. varaforseti efri deildar 1959.

Ritstjóri: Vesturland (1942–1959). Morgunblaðið (1947–1969). Stefnir (1950–1954). Ísafold og Vörður (1953–1968).

Æviágripi síðast breytt 23. nóvember 2023.

Áskriftir