Sigurður E. Hlíðar

Sigurður E. Hlíðar

Þingseta

Alþingismaður Akureyrar 1937–1949 (Sjálfstæðisflokkurinn).

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur í Hafnarfirði 4. (kirkjubók: 5.) apríl 1885, dáinn 18. desember 1962. Foreldrar: Einar Einarsson (fæddur 24. september 1853, dáinn 7. janúar 1891) trésmiður þar og kona hans Sigríður Jónsdóttir (fædd 2. mars 1852, dáin 4. janúar 1915) húsmóðir. Faðir Jóhanns Hlíðars varaþingmanns. Maki (12. mars 1910): Guðrún Louisa Guðbrandsdóttir Hlíðar (fædd 18. september 1887, dáin 6. júní 1963) húsmóðir. Foreldrar: Guðbrandur Teitsson og kona hans Louise Jacobine Frederikke Zimsen. Börn: Brynja (1910), Skjöldur (1912), Gunnar (1914), Guðbrandur (1915), Jóhann (1918).

Fjórða bekkjar próf Lsk. 1904. Dýralæknispróf við dýralækna- og landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn 1910. Sótti 1922 þriggja mánaða námskeið við sama skóla. Sérnám við rannsóknarstofnun í Kiel í Þýskalandi veturinn 1929–1930.

Skipaður 1910 dýralæknir í Norðlendinga- og Austfirðingafjórðungi, frá 1918 einungis í Norðlendingafjórðungi, sat á Akureyri. Skipaður 1943 yfirdýralæknir landsins og jafnframt héraðsdýralæknir í Reykjavík, lausn 1. janúar 1956.

Í stjórn Ræktunarfélags Norðurlands 1912–1943, formaður frá 1921. Búnaðarþingsfulltrúi 1920–1931. Bæjarfulltrúi á Akureyri 1917–1938, forseti bæjarstjórnar frá 1932. Vararæðismaður Þjóðverja á Akureyri 1927–1940. Átti sæti í fulltrúaráði Rannsóknarstofnunar Háskólans 1936–1939. Kosinn 1943 formaður milliþinganefnd í mjólkurmálum. Skipaður 1948 í nefnd til að taka þátt í Alþjóðafuglaverndunarsambandinu af Íslands hálfu (The International Committee for Bird Preservation) og 1957 í dýraverndarnefnd. Stofnandi og formaður Dýralæknafélags Íslands 1934–1943. Formaður Dýraverndunarfélags Íslands 1943–1953.

Alþingismaður Akureyrar 1937–1949 (Sjálfstæðisflokkurinn).

Samdi rit um alidýrasjúkdóma og tók saman ritið Nokkrar Árnesingaættir (1956).

Ritstjóri: Dagblaðið (1914–1915). Íslendingur (1915–1920). Einar Þveræingur (1926).

Æviágripi síðast breytt 18. mars 2016.

Áskriftir